Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Eiður Þór Árnason skrifar 22. júlí 2022 15:22 Sergey Shoigu, varnarmálaráðherra Rússlands, Hulusi Akar, varnarmálaráðherra Tyrklands, Antonio Guterres, framkvæmdastjóri SÞ og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands undirrituðu samkomulagið. Epa/SEDAT SUNA Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Rússar hafa verið harðlega gagnrýndir fyrir að koma í veg fyrir útflutninginn og Sameinuðu þjóðirnar sagt aðgerðirnar ógna fæðuöryggi víða um heim. Mörg ríki eru háð kornvörum frá Úkraínu sem hefur lengi verið einn stærsti útflytjandi hveitis, korns og sólblómaolíu í heiminum. Matvælaverð á hrávörumörkuðum hefur lækkað eftir að fregnir bárust af samkomulaginu sem undirritað var upp úr klukkan 14 á íslenskum tíma. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hélt til Istanbúl í Tyrklandi í dag til að undirrita samninginn en tyrknesk stjórnvöld hafa haft milligöngu um sáttaviðræðurnar. Guterres segir að undirritun samkomulagsins kveiki vonarneista á tímum stríðs og líklega sé um að ræða hans mikilvægasta verk frá því að hann tók við stjórnartaumunum hjá SÞ árið 2017. Tyrkir hafa eftirlit með skipunum Í samkomulaginu fallast rússnesk stjórnvöld á vopnahlé til þess að liðka fyrir kornútflutningunum og munu Tyrkir hafa eftirlit með skipunum til að koma í veg fyrir að þau verði nýtt undir vopnaflutninga. Úkraínski þingmaðurinn Oleksiy Goncharenko situr á þingi fyrir hafnarborgina Odessa þar sem mikið magn korns hefur safnast upp síðustu mánuði. Goncharenko segir í samtali við BBC að hann reikni með því að útflutningur geti hafist í næstu viku ef allt sé til reiðu. Þrátt fyrir niðurstöðuna segist hann eiga erfitt með að treysta því að rússnesk stjórnvöld muni efna samkomulagið í ljósi fyrri hegðunar. Fram kemur í frétt BBC að Matvælaaðstoð Sameinuðu þjóðanna hafi lengi fest kaup á korni frá Úkraínu til að brauðfæða ríki sem standi frammi fyrir hungursneyð. Á seinasta ári neyttu um 400 milljónir manna korns frá Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Landbúnaður Tyrkland Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44