Erlent

Gagnsókn í Kherson og vopnahlé kemur ekki til greina

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Úkraínuforseti hefur ekki áhuga á vopnahléi og boðar gagnsókn í suður- og austurhluta landsins.
Úkraínuforseti hefur ekki áhuga á vopnahléi og boðar gagnsókn í suður- og austurhluta landsins. epa

Minnst þrjú eru látin eftir að þrettán flugskeytum var skotið á herstöð úkraínska hersins og lestarstöðina í Kirovohrad í morgun. Úkraínuforseti segir vopnahlé ekki koma til greina og enn er hart barist um borgina Kherson.

Héraðsstjórinn Andriy Raikovítsj greindi frá loftárásinni á Telegram síðu sinni en nánar tiltekið létust tveir öryggisverðir og úkraínskur hermaður í árásinni en níu til viðbótar eru særð. Raikovítsj sagði flugskeytin hafa með öllu eyðilagt rafveitunet borgarinnar Kiovohrad sem er staðsett í miðri Úkraínu, vestan Dnjaparfljóts. 

Gagnsókn í Kherson

Síðustu tvo daga hefur verið hart barist í kringum hafnaborgina Kherson í Suður-Úkraínu. Þar héldu Úkraínumenn áfram gagnsókn sinni vestan við Danparfljót, en gagnsóknin er þáttur í að endurheimta það landsvæði sem Úkraínumenn misstu í hendur Rússa á fyrri dögum stríðsins. Greint er frá þessu í færslu varnarmálaráðuneytis Bretlands á Twitter.

Þar segir einnig að Rússar beiti nú stórskotaliðshernaði í kringum ánna Ingulets, þverá Danparfljóts. Birgðarflutningar Rússa vestanmegin ánnar eru í aukinni hættu, samkvæmt ráðuneytinu.

Í færslunni segir einnig að aukinn kraftur í loftskeytaárásum Úkraínumanna hafi hæft lykilbrúnna Anonivskíj. Rússum hafi þó tekist að laga brúnna tímabundið.

Vopnahlé kemur ekki til greina

Volódómír Selesnkí, Úkraínuforseti greindi frá því í viðtali við Wall Street Journal að vopnahlé milli Rússa og Úkraínumanna kæmi alls ekki til greina. Slíkt hlé myndi aðeins framlengja stríðið og gagnist aðeins Rússum, að sögn Selenskí. 

„Þetta hlé myndu þeir ekki nýta til að breyta stefnu sinni eða til að falla frá kröfum sínum til fyrrverandi sovétlýðvelda,“ sagði Selenskí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×