Perla Sól vann sögulegan sigur Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 17:22 Perla Sól Sigurbrandsdóttir er feykilega efnilegur kylfingur og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hennar. Mynd/Sigurður Elvar Þórólfsson Perla Sól Sigurbrandsdóttir, kylfingur úr GR, gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri í golfi, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi. Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni. Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni.
Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira