Perla Sól vann sögulegan sigur Hjörvar Ólafsson skrifar 23. júlí 2022 17:22 Perla Sól Sigurbrandsdóttir er feykilega efnilegur kylfingur og verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum hennar. Mynd/Sigurður Elvar Þórólfsson Perla Sól Sigurbrandsdóttir, kylfingur úr GR, gerði sér lítið fyrir og fór með sigur af hólmi á Evrópumeistaramóti 16 ára og yngri í golfi, European Young Masters, sem fram fór í Finnlandi. Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni. Golf Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Keppni á mótinu var afar jöfn og spennandi en Perla Sól tryggði sér sigurinn á 18. holu þegar hún setti niður pútt sem tryggði henni sigurinn. Hún sigraði með minnsta mun og átti eitt högg fyrir lokaholuna. Sigur Perlu er sögulegur þar sem þetta er í fyrsta sinn sem íslenskur kylfingur sigrar á þessu móti. Yfir 70 keppendur voru á mótinu að þessu sinni. Perla Sól, sem er fædd árið 2006, verður 16 ára í haust. Hún lék hringina þrjá á tveimur höggum undir pari Linna vallarins en hún lék samtals á 214 höggum (72-72-70). Ómar Halldórsson, GA, fagnaði sigri á Evrópumeistaramóti unglinga árið 1997 og hafa því íslenskir kylfingar sigrað í báðum flokkum mótsins. Keppendur Íslands á þessu móti en auk Perlu Sólar voru það Skúli Gunnar Ágústsson, GA, Veigar Heiðarsson, GA, og Helga Signý Pálsdóttir, GR. Þau enduðu í 14. sæti í liðakeppninni.
Golf Mest lesið „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ Körfubolti Hamrarnir hentu frá sér tveggja marka forystu gegn Arsenal Enski boltinn „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Körfubolti Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Körfubolti Stefán Teitur og félagar mæta Aston Villa Enski boltinn Dagskráin í dag: Lögmál leiksins og hvaða lið verður síðast inn í átta liða úrslitin Sport Ancelotti segir Real Madríd þurfa að vakna fyrir Meistaradeildina Fótbolti Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Körfubolti Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Körfubolti Kristian Nökkvi með mark og stoðsendingu Fótbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira