Segir ekki tímabært að grípa til frekari aðgerða vegna verðbólgu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júlí 2022 21:09 Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, segist ekki vera kvíðin fyrir kjarasamningaviðræðum. Vísir/Vilhelm Viðskiptaráðherra segir ekki tímabært að grípa til aðgerða vegna hækkandi verðbólgu. Hún skilji áhyggjur verkalýðshreyfingarinnar en kvíði ekki fyrir komandi kjaraviðræðum. Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Verðbólgan mældist 9,9 prósent í júlí samkvæmt mælingum Hagstofunnar og hefur hún ekki verið hærri síðan í september 2009. Það sem af er ári hefur verðbólgan hækkað um rúm fjögur prósent en spár gera ráð fyrir að hún fari yfir tíu prósent í ágúst. „Þessi háa verðbólga, hún er ekki aðeins á Íslandi, hún er í öllum helstu hagkerfum í veröldinni og er til komin vegna farsóttarinnar meðal annars og svo vegna hins hrikalega stríðs sem er í Úkraínu,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra. Hún vill meina að fjármálastefnan og ríkisfjármálin hérlendis séu að vinna sína vinnu. „Það er aðhald í ríkisfjármálunum. Það er búið að hækka vexti og svo er líka búið að reyna að kæla fasteignamarkaðinn af hálfu Seðlabankans,“ segir Lilja. Framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins kallaði eftir því í gær að kjör félagsmanna yrðu bætt en þeir finndu mest fyrir verðbólgunni. Ráðherra segir að þurfi stjórnvöld að grípa frekar inn í muni þau gera það. „Það er bara of snemmt að segja til um það. Ég skil verkalýðshreyfinguna mjög vel þegar hún segir að þeirra félagsmenn og það á ekki bara við þeirra félagsmenn heldur alla landsmenn, auðvitað kemur verðbólgan ekki vel við okkur,“ segir Lilja. Núna í haust verða nýir kjarasamningar á dagskránni, ertu kvíðin fyrir því? „Nei, verkalýðsforystan hún hefur verið ábyrg og hún hefur sýnt það að það eru hagsmunir okkar allra að vel takist til. Ég verð nú að segja eins og er að ég kvíði því ekki og samtöl við verkalýðshreyfinguna hafa verið góð.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Verðlag Efnahagsmál Kjaramál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira