Rannsóknardeild samgönguslysa komin norður en enn ekki farin á vettvang nauðlendingarinnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 10:05 Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Tryggvi Páll Tveir fulltrúar Rannsóknarnefndar samgönguslysa eru komnir norður á Akureyri til að rannsaka nauðlendingu á Nýjabæjarfjalli í gær. Rannsóknarmennirnir eru enn ekki komnir á vettvang og segja of snemmt til að segja til um hvað hafi orðið til nauðlendingarinnar. Þetta segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við fréttastofu. Hann er staddur fyrir norðan ásamt öðrum rannsakanda og mun rannsaka aðdraganda og orsök slyssins ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra. Flugmaður og farþegi voru um borð í vélinni, sem Ragnar segir að hafi verið af gerðinni I.C.P. Savannah S, en sluppu þeir báðir ómeiddir að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Vélin hafi tekið á loft frá Akureyrarflugvelli um klukkan 18:40 í gærkvöldi en um sjö hafi farþegavél á leið til Akureyrar numið neyðarkall frá vélinni. Starfsmaður flugturns á Akureyrarflugvelli hafi í kjölfarið kallað út aðstoð. Sjá einnig: Flugvél nauðlenti í Tungudal Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var í kjölfarið kölluð út, þar sem erfitt er að komast að lendingarstaðnum en um átta kíllómetrar voru að næsta vegslóða. Að sögn varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni barst henni hjálparbeiðni um sjö en tveimur mínútum síðar hafi verið staðfest að flugmanninum hafi tekist að lenda vélinni án stórkostlegra vandræða. Viðbragð við slysinu hafi þó verið farið af stað, eins og vani sé, og þyrla Landhelgisgæslunnar látin sækja mennina sem voru í vélinni og koma með þá til byggða. Að sögn varðstjórans tókst flugmanninum að lenda vélinni tiltölulega vel miðað við aðstæður og betur hafi farið en á horfðist. Lendingarstaðurinn hafi verð malarvöllur, sem auðvitað sé ekki hannaður fyrir flugvélar, og því væntanlega einhverjar skemmdir á hjólabúnaði. Fréttir af flugi Akureyri Samgönguslys Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira
Þetta segir Ragnar Guðmundsson rannsakandi á flugsviði hjá Rannsóknarnefnd samgönguslysa í samtali við fréttastofu. Hann er staddur fyrir norðan ásamt öðrum rannsakanda og mun rannsaka aðdraganda og orsök slyssins ásamt lögreglunni á Norðurlandi eystra. Flugmaður og farþegi voru um borð í vélinni, sem Ragnar segir að hafi verið af gerðinni I.C.P. Savannah S, en sluppu þeir báðir ómeiddir að sögn varðstjóra hjá lögreglunni. Vélin hafi tekið á loft frá Akureyrarflugvelli um klukkan 18:40 í gærkvöldi en um sjö hafi farþegavél á leið til Akureyrar numið neyðarkall frá vélinni. Starfsmaður flugturns á Akureyrarflugvelli hafi í kjölfarið kallað út aðstoð. Sjá einnig: Flugvél nauðlenti í Tungudal Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var í kjölfarið kölluð út, þar sem erfitt er að komast að lendingarstaðnum en um átta kíllómetrar voru að næsta vegslóða. Að sögn varðstjóra hjá Landhelgisgæslunni barst henni hjálparbeiðni um sjö en tveimur mínútum síðar hafi verið staðfest að flugmanninum hafi tekist að lenda vélinni án stórkostlegra vandræða. Viðbragð við slysinu hafi þó verið farið af stað, eins og vani sé, og þyrla Landhelgisgæslunnar látin sækja mennina sem voru í vélinni og koma með þá til byggða. Að sögn varðstjórans tókst flugmanninum að lenda vélinni tiltölulega vel miðað við aðstæður og betur hafi farið en á horfðist. Lendingarstaðurinn hafi verð malarvöllur, sem auðvitað sé ekki hannaður fyrir flugvélar, og því væntanlega einhverjar skemmdir á hjólabúnaði.
Fréttir af flugi Akureyri Samgönguslys Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Fleiri fréttir Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Sjá meira