Sýndi gríðarlegan karakter og vann á lokaholunni Valur Páll Eiríksson skrifar 24. júlí 2022 15:30 Henderson fagnaði sigri í dag eftir frábæra spilamennsku síðustu daga. Stuart Franklin/Getty Images Hin kanadíska Brooke Henderson fagnaði í dag sigri á Evian-risamótinu í golfi á LPGA-mótaröðinni. Spennan var mikil á lokahringnum. Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022 Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira
Henderson átti sögulega byrjun á mótinu þar sem hún fór fyrstu tvo hringina á 64 höggum, sjö undir pari vallar, en enginn kvenkylfingur hefur gert slíkt áður. Hún var með þriggja högga forystu eftir fyrstu tvo hringina en munurinn var tvö högg fyrir lokahringinn í dag. Eftir frábæra spilamennsku fram að deginum í dag fataðist Henderson lítillega flugið. Hún fékk tvo skolla og einn skramba á fyrstu ellefu holunum og var þá á þremur höggum yfir pari á hringnum. Aðrir kylfingar voru þá komnir yfir hana í heildartöflunni en sú kanadíska steig rækilega upp á lokakaflanum. FOR THE WIN @BrookeHenderson is a two-time major champion! pic.twitter.com/G2RAI2RMKs— LPGA (@LPGA) July 24, 2022 Hún fékk þrjá fugla á síðustu fimm holunum, þar á meðal einn á átjándu og síðustu braut vallar, til að tryggja sér sigurinn á mótinu. Henderson fór hringinn á pari og lauk keppni á sama skori og hún hóf daginn á, 17 undir pari. Sophia Schubert frá Bandaríkjunum var önnur á 16 undir en fimm kylfingar voru á 15 undir pari. Sigur Henderson er hennar tólfti á LPGA-mótaröðinni og þá er þetta annað risamótið sem hún vinnur á eftir PGA meistaramótinu árið 2016. Showing major love to all aspects of her game with her TP5x, @BrookeHenderson dominated from tee-to-green all week long to win her second major title at The Amundi Evian Championship! She hit 76% of fairways and 81% of greens. #TP5x #LoveIt pic.twitter.com/Rl0RqJgrI5— TaylorMade Canada (@TaylorMadeCA) July 24, 2022
Golf Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu McIlroy meiddur í aðdraganda Masters McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Gunnlaugur Árni í hóp fjörutíu bestu í heimi Tiger og Trump staðfesta sambandið Gunnlaugur Árni fagnaði og fer í hóp fimmtíu bestu McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Spaun með naumt forskot á Players en McIlroy á enn möguleika Justin Thomas jafnaði vallarmetið á öðrum degi Players Gjammandi áhorfandinn biður McIlroy afsökunar McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Tiger Woods sleit hásin Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Sjá meira