„Ætla rétt að vona að rauða spjaldið hafi verið rétt ákvörðun“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2022 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur með að fá ekki þrjú stig gegn FH í kvöld Vísir/Vilhelm FH og Breiðablik skildu jöfn í 14. umferð Bestu-deildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með hvernig hans menn spiluðu manni færri í tæplega 85 mínútur. „Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Fleiri fréttir „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Sjá meira