„Ætla rétt að vona að rauða spjaldið hafi verið rétt ákvörðun“ Andri Már Eggertsson skrifar 24. júlí 2022 21:45 Óskar Hrafn Þorvaldsson var svekktur með að fá ekki þrjú stig gegn FH í kvöld Vísir/Vilhelm FH og Breiðablik skildu jöfn í 14. umferð Bestu-deildarinnar. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með hvernig hans menn spiluðu manni færri í tæplega 85 mínútur. „Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
„Ég er stoltur af liðinu. Mér fannst við leysa það vel að vera einum færri svona lengi og á endanum er það skrítin tilfinning að vera svekktur eftir leik. FH skapaði sér nokkur færi en ekki mörg í síðari hálfleik þar sem við vorum með yfirhöndina,“ sagði Óskar Hrafn og hélt áfram. „Við vorum aldrei hræddir manni færri heldur vorum við hugrakkir og öflugir allan tímann.“ Óskar var ekki á því að hans menn hefðu átt að setja meiri þunga í sóknarleikinn þar sem Breiðablik fékk færi til að vinna leikinn. „Mér fannst við skapa nógu mikið af færum, við sóttum þegar við gátum en það er alltaf erfiðara manni færri. Við gerðum vel í að halda boltanum, hlaupin voru góð þannig ég ætla ekki að fara setja út á mína menn.“ Davíð Ingvarsson fékk beint rautt spjald á 9. mínútu. Óskar var ekki viss hvort um rautt spjald hafi verið að ræða en vonaðist eftir því að þetta hafi verið réttur dómur. „Ég stóð við hliðin á atvikinu. Ég ætla rétt að vona að Sigurður [Hjörtur Þrastarson] hafi verið með þetta á hreinu. Það verður mjög leiðinlegt ef þetta reynist rangur dómur því þetta hafði mikil áhrif á hvernig leikurinn þróaðist.“ Óskar gerði tvær breytingar í hálfleik og fór í þriggja manna varnarlínu sem honum fannst ganga vel. „Skiptingarnar virkuðu fínt þar sem við fórum í þriggja manna vörn. Damir [Muminovic] kom inn sem hafsent og Ísak [Snær Þorvaldsson] kom með hæð sem okkur vantaði. Þetta voru taktískar breytingar og hafði ekkert með frammistöðu að gera.“ „Mér fannst síðari hálfleikurinn góður en fyrri litaðist mikið af rauða spjaldinu og það tók smá tíma að ná taktinum aftur. Annars var þetta flottur leikur hjá mínu liði,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Fótbolti Evrópumeistararnir fóru hamförum Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira