Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika Bjarki Sigurðsson skrifar 24. júlí 2022 23:04 Lavrov segir Rússa ekki hafa valdið hungursneyð heldur séu sögur um það lygar frá Vesturlöndum. Rússneska utanríkisráðuneytið Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, þvertekur fyrir það að Rússar hafi valdið hungursneyð um allan heim. Hann segir Vesturlönd vera að reyna að sýna fram á að þau séu sterkari en aðrar þjóðir. Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Lavrov er þessa stundina staddur í Egyptalandi þar sem hann ræðir við leiðtoga þjóða í Arababandalaginu. Margar þjóðir í Miðausturlöndunum hafa þurft að glíma við hungursneyð vegna skorts á korni eftir að Rússar réðust inn í Úkraínu. „Þeir segja að allir þurfi að styðja bandalag byggt á reglum og reglurnar eru skrifaðar eftir því ástandi sem Vesturlönd vilja leysa að hverju sinni,“ sagði Lavrov sem vill meina að Vesturlönd sníði reglur sínar eftir hentugleika. Leitar bandamanna í Afríku Lavrov mun næst halda til Afríku og fara til Eþíópíu, Úganda og Lýðveldisins Kongó. Talið er að þar muni hann einnig halda því fram að Rússar hafi ekkert að gera með hungursneyðina sem löndin eru að glíma við þessa stundina. Hann hefur lofað löndum í Afríku að ef þau skildu hjálpa Rússlandi í baráttu sinni gegn Vesturlöndunum þá ætli Rússar að hjálpa þeim að „afnýlenduvæðast“. Helstu kaupendur rússnesks korns eru lönd í Afríku og Miðausturlöndunum og því vill Lavrov tryggja það að hann missi ekki trygga viðskiptavini. Samningar skulu standa - í nokkra klukkutíma Rússland skrifaði undir samning við Úkraínu, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar fyrir helgi sem gerir Úkraínu kleift að halda kornútflutningi sínum áfram. Rússar hafa hingað til hindrað það að Úkraínumenn nái að flytja út korn sitt sem hefur valdið matvælakrísu um allan heim og miklum efnahagsvandræðum í Úkraínu. Samningnum var fagnað ákaft af Úkraínumönnum og fleirum en Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sagði meðal annars að samningurinn væri það mikilvægasta sem hann hefur gert hjá samtökunum. Rússar stóðu þó við loforð sitt í afar skamman tíma og vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa nokkrum klukkutímum eftir undirritun samningsins. Í höfninni voru nokkrar af korngeymslum úkraínsku þjóðarinnar.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Hernaður Matvælaframleiðsla Egyptaland Tengdar fréttir Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42 Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53 Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22 Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Sprengjum varpað á höfnina klukkutímum eftir undirritun samningsins Rússar vörpuðu sprengjum á höfn úkraínsku borgarinnar Odessa í dag, aðeins degi eftir að hafa skrifað undir samning við Úkraínumenn um að hleypa kornútflutningi aftur af stað þaðan. 23. júlí 2022 12:42
Verð á korni lækkar í það sem var fyrir stríð Eftir að samningar náðust um útflutning á Úkraínsku korni hefur verð á korni í heiminum lækkað snarlega og hefur ekki verið jafn lágt síðan fyrir innrás Rússa í Úkraínu. 23. júlí 2022 08:53
Guterres segir samninginn það mikilvægasta sem hann hafi gert hjá SÞ Fulltrúar Úkraínu, Rússlands, Tyrklands og Sameinuðu þjóðanna (SÞ) hafa undirritað samning sem mun greiða fyrir langþráðum útflutningi á korni frá Úkraínu. Samningurinn gerir Úkraínu kleift að flytja út um 20 milljón tonn af korni sem hafa lengi verið föst í höfnum landsins. 22. júlí 2022 15:22
Skrifa undir samning um útflutning korns frá Úkraínu Rússland, Úkraína, Tyrkland og Sameinuðu þjóðirnar munu í dag skrifa undir samning í Istanbúl sem gerir Úkraínu kleift að halda áfram kornútflutningi sínum. Rússar hafa haldið skipum Úkraínu föstum í höfnum Svartahafs undanfarna mánuði sem hefur ógnað fæðuöryggi um allan heim. 22. júlí 2022 10:44