Leti frekar en kórónaveiru um að kenna Ólafur Björn Sverrisson skrifar 25. júlí 2022 11:49 Skipuleggjendur komu ekki saman í ár til að skipuleggja Evrópumótið í Mýrarbolta. vísir/hafþór Mýrarboltinn á Ísafirði verður ekki haldinn í ár um verslunarmannahelgina þar sem forsvarsmenn hátíðarinnar hittust ekki til að leggja á ráðin og skipuleggja hátíðina í tæka tíð. Faraldri kórónaveiru var upphaflega kennt um. Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014: Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Greint var frá því í vikunni að Mýrarboltinn hafi verið blásinn af vegna Covid-19 sjúkdómsins. Í kjölfarið var Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir inntur eftir svörum um hvort tilefni væri til að aflýsa hátíðum um verslunarmannahelgina vegna faraldursins. Sjá einnig: Segir ekki tilefni til að blása af útihátíðir um Verslunarmannahelgina Sóttvarnalæknir svaraði því til að ekki sé tilefni til að blása af útihátíðir og aðrar samkomur vegna kórónuveirunnar. Um þrjú hundruð greinast nú dag hvern, í miklum meirihluta eldri borgarar. „Auðvitað getur það orðið við svona stórar samkomur að það verði smit en vel að merkja að þessi smit sem við höfum mestar áhyggjur af eru hjá eldra fólki,“ sagði Þórólfur. Enn í leti Jóhann Bæring Gunnarsson, aðalritari Mýrarboltans og sómi Ísafjarðar, eins og það er orðað á vefsíðu Mýrarboltans, segir í samtali við fréttastofu að mótshaldarar hafi í raun ekki hist til þess að undirbúa hátíðina í ár. Jóhann Bæring Gunnarsson.framsókn „Það er óbein afleiðing kórónaveirunnar,“ segir Jóhann. „Við í rauninni tókum frekar þá ákvörðun að halda gott mót að ári þar sem við erum gjörsamlega óundirbúnir.“ Þannig ástæðan fyrir aflýsingu var í rauninni að þið komuð ekkert saman til að skipuleggja? „Já, leggja á ráðin og setja upp planið þannig við vorum enn þá bara í leti, eða hvað ég á að segja, enn í einangrun,“ segir Jóhann í léttum tón. „Þetta er ekkert dýpra en það, en ég ætla ekkert að vekja eitthvað panik meðal þjóðarinnar um að það sé að koma ný covid bylgja yfir landann. En það er samt bylgja í samfélaginu, þó búið að bólusetja flesta.“ Jóhann ítrekar að lokum að stefnt sé að því að halda veglegt mýrarboltamót að ári. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 um Mýrarboltann árið 2014:
Mýrarboltinn Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32 Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Meiðsl sveitarstjórans riðluðu dagskrá gönguhátíðar "Ég fékk þarna skrambi vænt spark í ökklann og þurfti að hætta keppni,“ segir Pétur Georg Markan, sveitarstjóri Súðavíkurhrepps. 30. júlí 2016 17:32
Fékk svartan hauspoka fyrir Áslaug Arna er einn keppanda í Mýrarboltanum á Ísafirði sem stendur sem hæst núna. 3. ágúst 2013 18:04