Erlent

Á­rásar­gjarni inn­brotsapinn hættir ekki og gæti átt sér vit­orðsapa

Bjarki Sigurðsson skrifar
Macaque-api, svipaður þeim sem hefur ráðist á íbúa Yamaguchi upp á síðkastið.
Macaque-api, svipaður þeim sem hefur ráðist á íbúa Yamaguchi upp á síðkastið. EPA/Kimimasa Mayama

Árásargjarn api sem hefur brotist inn til fólks í borginni Yamaguchi í Japan hefur ekki enn náðst og halda árásir hans áfram. Alls hafa 42 lent í klóm apans á síðustu vikum.

Í síðustu viku var greint frá því Macaque-api hafi stundað það að brjótast inn til fólks til þess eins að ráðast á það, ásamt því að ráðast á fólk úti á götu án tilefnis. Apinn hefur klórað og bitið fólk á öllum aldri.

Lögreglan hafði þá reynt að ná apanum í nokkrar vikur án árangurs og setti aukinn kraft í leitina.

Apinn hefur ekki enn náðst og nú eru stjórnvöld farin að efast um að apinn sé einn á ferð heldur hafi hann vitorðsapa með sér.

„Fyrst voru það bara börn og konur sem ráðist var á. Núna hefur eldra fólk og fullorðnir karlmenn einnig lengt í honum,“ segir í frétt BBC.

Macaque-apar voru eitt sinn í útrýmingarhættu en stofninn hefur verið að stækka síðustu ár. Samkvæmt rannsókn frá Yamagata-háskóla hefur þó þessi fjölgun apanna orðið til þess að þeir lendi oftar í útistöðum við mannfólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×