Ekkert pláss fyrir ofbeldi þegar stærsta ferðahelgi ársins fer fram Fanndís Birna Logadóttir skrifar 25. júlí 2022 22:08 Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá Ríkislögreglustjóra, og Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Það styttist í eina stærstu ferðahelgi ársins eftir rúm tvö ár af kórónuveirufaraldri. Eyjamenn eru byrjaðir að undirbúa sig en verða þó án forvarnarhópsins Bleika fílsins í ár. Þess í stað verður þjóðhátíð hluti af átaki lögreglu og Neyðarlínunnar, og er sömu sögu að segja víðar á landinu. Ýmsar hátíðir fara fram um verslunarmannahelgina en sú stærsta, Þjóðhátíð, verður sett í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Þá verða ríflega þúsund dagar liðnir frá síðustu hátíð. „Undirbúningurinn gengur mjög vel, miðasalan er góð, og við bara reiknum með fjölda fólks til Vestmannaeyja, að fá marga gesti, og nú bara liggjum við á bænum að veðurspáin verði góð,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Síðustu tíu ár hefur hópurinn Bleiki fíllinn verið með forvarnir, eftirlit og gæslu á svæðinu en þau verða ekki að störfum í ár. „Þau létu okkur vita af þessari niðurstöðu sinni fyrir einhverjum vikum síðan og þá fórum við á stúfana. Okkur finnst mjög mikilvægt að við sinnum einhverju forvarnarstarfi og að forvarnarstarfi sé sinnt í aðdraganda hátíðarinnar og á hátíðinni sjálfri,“ segir Hörður. Hann segir það mikinn missi að Bleiki fíllinn verði ekki að störfum á þessari Þjóðhátíð en þess í stað verða skipuleggjendur hluti af átakinu Verum vakandi. Þó mikil eftirvænting sé í fólki eftir langa bið á Hörður ekki von á öðru en að gestir verði til fyrirmyndar. „Við erum með mikið og öflugt eftirlit á hátíðarsvæðinu, við erum með fjölda manns í gæslu, við erum með eftirlitsmyndavélar, og viðbragðið er mjög gott. Þannig ef einhver ætlar sér að vera með ólæti þá verðum við fljót að kippa því í liðinn,“ segir hann. Góð skemmtun feli ekki í sér ofbeldi Verum vakandi og Góða skemmtun eru átök ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytisins, neyðarlínunnar, og fleiri samstarfsaðila, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi í skemmtanalífinu. „Við erum með því að hvetja fólk til að skemmta sér vel og góð skemmtun felur í sér að það sé ekki ofbeldi, og þetta er framhald af vitundavakningu sem að hófst núna í vetur þar sem við hvöttum einmitt fólk til að vera vakandi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Bæði miðar verkefnið að því að senda ákveðin skilaboð til almennings en þau bjóða einnig upp á fræðslu fyrir viðburðarhaldara og starfsfólk þeirra. Helsta markmiðið er að sjálfsögðu að fækka brotum að sögn Eyglóar. „Hins vegar ef það á sér stað, að fólk viti það að með því að hafa samband við okkur, hafa samband við okkur í gegnum 112, við lögregluna, við viðbragðsaðila, að það viti að við erum til staðar og við munum hjálpa,“ segir hún. Fleiri hátíðir fara fram víða um landið þessa helgina og eru þær einnig hluti af verkefninu þar sem lögregluembættin taka einnig þátt. „Þau hafa bara verið að undirbúa sig, vanda sig eins og venjulega, og á endanum snýst þetta náttúrulega svo mikið hvernig við nálgumst það hvernig við ætlum að skemmta okkur,“ segir Eygló. Að lokum hvetur hún fólk til að hala niður 112 appinu fyrir helgina. „Þar er hægt að fá beint samband við neyðarvörð með þægilegum hætti og síðan er líka hægt að nálgast upplýsingar inni á 112.is,“ segir Eygló. Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8. apríl 2022 19:46 Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. 17. júlí 2022 22:58 Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25. júlí 2022 16:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Ýmsar hátíðir fara fram um verslunarmannahelgina en sú stærsta, Þjóðhátíð, verður sett í Vestmannaeyjum á föstudaginn. Þá verða ríflega þúsund dagar liðnir frá síðustu hátíð. „Undirbúningurinn gengur mjög vel, miðasalan er góð, og við bara reiknum með fjölda fólks til Vestmannaeyja, að fá marga gesti, og nú bara liggjum við á bænum að veðurspáin verði góð,“ segir Hörður Orri Grettisson, formaður Þjóðhátíðarnefndar ÍBV. Síðustu tíu ár hefur hópurinn Bleiki fíllinn verið með forvarnir, eftirlit og gæslu á svæðinu en þau verða ekki að störfum í ár. „Þau létu okkur vita af þessari niðurstöðu sinni fyrir einhverjum vikum síðan og þá fórum við á stúfana. Okkur finnst mjög mikilvægt að við sinnum einhverju forvarnarstarfi og að forvarnarstarfi sé sinnt í aðdraganda hátíðarinnar og á hátíðinni sjálfri,“ segir Hörður. Hann segir það mikinn missi að Bleiki fíllinn verði ekki að störfum á þessari Þjóðhátíð en þess í stað verða skipuleggjendur hluti af átakinu Verum vakandi. Þó mikil eftirvænting sé í fólki eftir langa bið á Hörður ekki von á öðru en að gestir verði til fyrirmyndar. „Við erum með mikið og öflugt eftirlit á hátíðarsvæðinu, við erum með fjölda manns í gæslu, við erum með eftirlitsmyndavélar, og viðbragðið er mjög gott. Þannig ef einhver ætlar sér að vera með ólæti þá verðum við fljót að kippa því í liðinn,“ segir hann. Góð skemmtun feli ekki í sér ofbeldi Verum vakandi og Góða skemmtun eru átök ríkislögreglustjóra, dómsmálaráðuneytisins, neyðarlínunnar, og fleiri samstarfsaðila, sem miðar að því að koma í veg fyrir ofbeldi í skemmtanalífinu. „Við erum með því að hvetja fólk til að skemmta sér vel og góð skemmtun felur í sér að það sé ekki ofbeldi, og þetta er framhald af vitundavakningu sem að hófst núna í vetur þar sem við hvöttum einmitt fólk til að vera vakandi,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Bæði miðar verkefnið að því að senda ákveðin skilaboð til almennings en þau bjóða einnig upp á fræðslu fyrir viðburðarhaldara og starfsfólk þeirra. Helsta markmiðið er að sjálfsögðu að fækka brotum að sögn Eyglóar. „Hins vegar ef það á sér stað, að fólk viti það að með því að hafa samband við okkur, hafa samband við okkur í gegnum 112, við lögregluna, við viðbragðsaðila, að það viti að við erum til staðar og við munum hjálpa,“ segir hún. Fleiri hátíðir fara fram víða um landið þessa helgina og eru þær einnig hluti af verkefninu þar sem lögregluembættin taka einnig þátt. „Þau hafa bara verið að undirbúa sig, vanda sig eins og venjulega, og á endanum snýst þetta náttúrulega svo mikið hvernig við nálgumst það hvernig við ætlum að skemmta okkur,“ segir Eygló. Að lokum hvetur hún fólk til að hala niður 112 appinu fyrir helgina. „Þar er hægt að fá beint samband við neyðarvörð með þægilegum hætti og síðan er líka hægt að nálgast upplýsingar inni á 112.is,“ segir Eygló.
Þjóðhátíð í Eyjum Lögreglumál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8. apríl 2022 19:46 Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. 17. júlí 2022 22:58 Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25. júlí 2022 16:34 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Gera samkomulag um ofbeldislausa skemmtistaði: „Við erum í rauninni bara að draga línu í sandinn“ Reykjavíkurborg, viðbragðsaðilar og ný Samtök reykvískra skemmtistaða hafa gert samkomulag um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði. Stjórnarmeðlimur samtakanna segir alla vinna að sama markmiði. Borgarstjóri segir að með þessu séu þau að draga línu í sandinn og stuðla að öruggara skemmtanalífi. 8. apríl 2022 19:46
Allir að verða tilbúnir fyrir sögulega Þjóðhátíð: „Þetta er svo töfrandi staður“ Mikil eftirvænting er í Eyjamönnum fyrir Þjóðhátíð þetta árið eftir vonbrigði síðustu tvö ár. Í annað sinn í sögunni er Þjóðhátíðarlagið samið og flutt af konu og í fyrsta sinn verða aðeins konur á sviðinu þar sem Kvennakór Vestmannaeyja verður með Klöru Elias að flytja lagið Eyjanótt. Fyrsta æfingin fór fram á dögunum og er óhætt að segja að einhverjir verði með gæsahúð eftir tvær vikur. 17. júlí 2022 22:58
Þokkaleg veðurspá fyrir Verslunarmannahelgi Eftir því sem nær dregur fara línur að skýrast í veðri fyrir verslunarmannahelgina, en margir eru eflaust með augun daglega á veðurkortinu. Eins og spáin lítur út nú á mánudegi má gera ráð fyrir rigningu um allt land á föstudag, en þá gengur lægð yfir landið sem kemur frá suðri og færist til norðausturs. 25. júlí 2022 16:34