Fjölmiðlafulltrúi hans, Roger Neil, tilkynnti í gær að leikarinn hefði látist á heimili sínu í Indiana í Bandaríkjunum af náttúrulegum orsökum.
Dóttir Sorvinos, leikkonan Mira Sorvino, greindi einnig frá andláti föður síns á Twitter í gær. „Líf fyllt ást, gleði og visku með honum er búið. Hann var yndislegur faðir,“ segir hún.
My father the great Paul Sorvino has passed. My heart is rent asunder- a life of love and joy and wisdom with him is over. He was the most wonderful father. I love him so much. I m sending you love in the stars Dad as you ascend.
— Mira Sorvino (@MiraSorvino) July 25, 2022
Auk Miru lætur Sorvino eftir sig eiginkonuna Dee Dee og tvö önnur börn.
Sorvino gerði garðinn helst frægan í stórmynd Martins Scorsese Goodfellas þar sem hann fór með hlutverk mafíuforingjans Paulie Cicero. Þá lék hann í miklum fjölda kvikmynda og þáttaraða.