Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2022 15:22 Rússar beindu eldflaugum sínum meðal annars að höfninni í Odessa sem er ein þriggja mikilvægust útflutningshafna Úkraínu. AP/borgarstjórn Odessa Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Um tuttugu milljónir tonna af korni bíða útflutnings frá Úkraínu og því voru miklar vonir bundnar við samkomulagið sem undirritað var síðast liðinn föstudag. Nokkrum klukkustundum síðar gerðu Rússar hins vegar eldflaugaárás á Odessa eina af þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu. Þeir gerðu síðan aðra eldflaugaárás á borgina í gær. Flaugum sem ætlað er að tortíma herskipum var skotið frá rússneskum flugvélum og sagðar hafa hæft íbúðarbyggð og innviði hafnarinnar. Samkomulagið sem gert var í síðustu viku gildir í 120 daga eða í fjóra mánuði. Þegar Rússar hófu innrás sína hinn 24. febrúar voru um hundrað flutningaskip í höfnum Úkraínu við Svartahaf og hafa ekki komist þaðan síðan. Þeirra á meðal eru 22 risaflutningaskip. Til að ná að flytja út allt korn Úkraínu þyrfti að sigla með um 5 milljónir tonna á viku. Því fyrst þarf að flytja út birgðir frá síðasta ári og síðan haustuppskeru þessa árs. Slökkviliðsmenn við störf í úthverfi Odessa eftir eldflaugaárás Rússa á borgina í gær.AP/Michael Shtekel Guy Platten forstjóri Alþjóðasamtaka flutningaskipa segir að eftir innrásina hafi tekist að flytja um fimmtán hundruð áhafnarmeðlimi af tvö þúsund frá Úkraínu. Mörg skipanna væru því ómönnuð og sum aðeins mönnuð lágmarksfjölda. „Það þarf því augljóslega að manna öll þessi skip og sjá til þess að þau séu siglingarhæf," segir Platten. Þá liggi ekki fyrir hvernig tryggja eigi öryggi áhafna og skipa á siglingarleiðinni frá þremur helstu útflutningshöfnum Úkraínu, Odessa, Chernomorsk og Yuzhny. Siglingarleiðir til og frá þessum höfnum væru krökkar af tundurduflum. Samkvæmt samkomulaginu á að stofna sameignlega stýrihóp Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna sem á skipuleggja siglingarnar og tyrggja öryggi skipa og áhafna. Miðstöð þessa stýrihóps var opnuð í Tyrklandi í dag. „Getum við gengið úr skugga um og tryggt öryggi áhafna? Hvað verður gert varðandi tundurduflin? Þannig að það eru margir óvissuþættir sem við þurfum að leysa úr. Almennt séð er þó fagnaðarefni að þetta samkomulag hafi tekist,“ segir Platten. Eftir að flutningar hefjist þurfi um 60 skip að sigla um Svartahaf í hverjum mánuði.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Matvælaframleiðsla Tengdar fréttir Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38