Úkraínuforseti segir 40 þúsund Rússa hafa fallið í innrásinni Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2022 22:00 HIMARS eldflaugakerfið sem Bandaríkjamenn fóru að senda Úkraínuher fyrir nokkrum vikum hefur gert Úkraínumönnum kleift að halda aftur af sókn Rússa í Donbas í austri og sækja fram gegn Rússum í suðri. AP/Tony Overman Úkraínuforseti segir að fjörutíu þúsund Rússneskir hermenn hafi fallið í innrásinni í Úkraínu. Her landsins hefur vaxið ásmegin eftir að hann fékk langdræg og nákvæm eldflaugakerfi frá Bandaríkjunum og Evrópuríkjum. Vonast er til að kornútflutningur geti hafist innan fárra daga. Rússar gerðu eldflaugaárás á hafnarborgina Odessa öðru sinni í gær frá því samkomulag þeirra við Úkraínumenn fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna var undirritað á föstudag um að tryggja öruggan útflutning á korni frá borginni og öðrum tveimur hafnarborgum Úkraínu. Frá því herinn í Úkraínu fékk fyrstu HIMARS eldflaugakerfin frá Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum og önnur og svipuð kerfi ásamt þungavopnum frá Evrópuríkjum, hefur hann náð að halda aftur af stórskotaliði Rússa í Donbas og sækja fram í suðri í átt að borginni Kerson. Forseti Úkraínu segir rússnesk stjórnvöld leyna rússneskan almenning því gífurlega mannfalli sem Rússar hafi orðið fyrir í innrásinni.AP/Efrem Lukatsky Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir herinn hafa náð að sprengja upp fjölda birgðastöðva Rússa og fellt mikinn fjölda hermanna. Sannleikanum væri hins vegar haldið kirfilega frá almenningi í Rússlandi. „Það ríkti alger þögn um þetta, hefur verið birt, og ekkert sagt í viðtölum eða ræðum stjórnmálamanna eða herforingja. En þessi tala er nú þegar komin upp í næstum 40 þúsund,“ sagði Zelenskyy í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Þótt tekist hafi að halda aftur af stórskotaliði Rússa og sókn þess í Donbas undanfarnar vikur eru þeir langt í frá dauðir úr öllum æðum eins og eldflaugaárásir þeirra á Odessa og fleiri borgir að undanförnu sanna. Björgunarmenn leita í rústum húsa í borginni Chuhuiv í Kharkiv héraði eftir eldflaugaárás Rússa í fyrradag.AP/Evgeniy Maloletka Þannig segir Igor Konashenkov talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins flugherinn hafa sprengt upp vopnageymslu skammt frá Dnipro og grandað rúmlega 100 HIMARS flugskeytum og fellt um 120 hermenn og erlenda málaliða. Önnur árangursrík árás hafi verið gerð í Dnipro héraði. Það liggur mikið á að koma um 20 milljónum tonna af korni frá Úkraínu sem mörg þróunarríki hafa stólað á undanfarin ár. Hér er verið að þreskja kornakur í Dnipro héraði.AP/Efrem Lukatsky „Gerðar voru árásir á mannafla og hergögn í 142 héruðum, þar á meðal voru erlendir málaliðar í bráðabirgðaherstöð á svæði úkraínska orkuversins í Kharkiv auk vígamanna Svarta hundraðsins nærri Artemivsk í Alþýðulýðveldinu Donetsk,“ segir Konashenkov. Útflutningur á korni frá Úkraínu hefur enn ekki hafist eftir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna var undirritaðá föstudag. Skipafélög þurfa að manna áhafnir og vilja fá svör um öryggi skipa sinna og áhafna. Talsmaður stjórnvalda í Odessa héraði segir undirbúning hafinn. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna var formlega opnuð í Istanbul í Tyrklandi í dag. Það er áætlað að stýra öllum skipasiglingum með korn á Svartahafi. Samhæfingarmiðstöð fyrir flutninga skipa með korn frá Úkraínu um Svartahaf var formlega opnuð í Istanbul í Tyrklandi í dag.AP/Khalil Hamra Það er flókið verk vegna þess að allar hafnir borga Úkraínu við Svartahaf eru varðar með miklum fjölda tundurdufla sem leiðsöguskip þarf að leiða flutningaskip framhjá. Þá ríkir ekkert traust milli Rússa og Úkraínumanna þannig að fulltrúar Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna þurfa að miðla málum. Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. 27. júlí 2022 15:22 Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Rússar gerðu eldflaugaárás á hafnarborgina Odessa öðru sinni í gær frá því samkomulag þeirra við Úkraínumenn fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna var undirritað á föstudag um að tryggja öruggan útflutning á korni frá borginni og öðrum tveimur hafnarborgum Úkraínu. Frá því herinn í Úkraínu fékk fyrstu HIMARS eldflaugakerfin frá Bandaríkjunum fyrir nokkrum vikum og önnur og svipuð kerfi ásamt þungavopnum frá Evrópuríkjum, hefur hann náð að halda aftur af stórskotaliði Rússa í Donbas og sækja fram í suðri í átt að borginni Kerson. Forseti Úkraínu segir rússnesk stjórnvöld leyna rússneskan almenning því gífurlega mannfalli sem Rússar hafi orðið fyrir í innrásinni.AP/Efrem Lukatsky Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu segir herinn hafa náð að sprengja upp fjölda birgðastöðva Rússa og fellt mikinn fjölda hermanna. Sannleikanum væri hins vegar haldið kirfilega frá almenningi í Rússlandi. „Það ríkti alger þögn um þetta, hefur verið birt, og ekkert sagt í viðtölum eða ræðum stjórnmálamanna eða herforingja. En þessi tala er nú þegar komin upp í næstum 40 þúsund,“ sagði Zelenskyy í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi. Þótt tekist hafi að halda aftur af stórskotaliði Rússa og sókn þess í Donbas undanfarnar vikur eru þeir langt í frá dauðir úr öllum æðum eins og eldflaugaárásir þeirra á Odessa og fleiri borgir að undanförnu sanna. Björgunarmenn leita í rústum húsa í borginni Chuhuiv í Kharkiv héraði eftir eldflaugaárás Rússa í fyrradag.AP/Evgeniy Maloletka Þannig segir Igor Konashenkov talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins flugherinn hafa sprengt upp vopnageymslu skammt frá Dnipro og grandað rúmlega 100 HIMARS flugskeytum og fellt um 120 hermenn og erlenda málaliða. Önnur árangursrík árás hafi verið gerð í Dnipro héraði. Það liggur mikið á að koma um 20 milljónum tonna af korni frá Úkraínu sem mörg þróunarríki hafa stólað á undanfarin ár. Hér er verið að þreskja kornakur í Dnipro héraði.AP/Efrem Lukatsky „Gerðar voru árásir á mannafla og hergögn í 142 héruðum, þar á meðal voru erlendir málaliðar í bráðabirgðaherstöð á svæði úkraínska orkuversins í Kharkiv auk vígamanna Svarta hundraðsins nærri Artemivsk í Alþýðulýðveldinu Donetsk,“ segir Konashenkov. Útflutningur á korni frá Úkraínu hefur enn ekki hafist eftir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna var undirritaðá föstudag. Skipafélög þurfa að manna áhafnir og vilja fá svör um öryggi skipa sinna og áhafna. Talsmaður stjórnvalda í Odessa héraði segir undirbúning hafinn. Samhæfingarmiðstöð skipuð fulltrúum Rússa, Úkraínumanna, Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna var formlega opnuð í Istanbul í Tyrklandi í dag. Það er áætlað að stýra öllum skipasiglingum með korn á Svartahafi. Samhæfingarmiðstöð fyrir flutninga skipa með korn frá Úkraínu um Svartahaf var formlega opnuð í Istanbul í Tyrklandi í dag.AP/Khalil Hamra Það er flókið verk vegna þess að allar hafnir borga Úkraínu við Svartahaf eru varðar með miklum fjölda tundurdufla sem leiðsöguskip þarf að leiða flutningaskip framhjá. Þá ríkir ekkert traust milli Rússa og Úkraínumanna þannig að fulltrúar Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna þurfa að miðla málum.
Innrás Rússa í Úkraínu Tyrkland Rússland Úkraína Tengdar fréttir Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. 27. júlí 2022 15:22 Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41 Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Skipafélög fara sér hægt við að hefja kornútflutning frá Úkraínu Skipafélög eru varkár varðandi útflutning á korni frá Úkraínu sem enn hefur ekki hafist þrátt fyrir samkomulag Rússa og Úkraínumanna fyrir milligöngu Tyrkja og Sameinuðu þjóðanna í síðustu viku. Rússar hafa í tvígang gert loftárásir á Odessa eftir að samkomulagið var undirritað og siglingaleiðir eru krökkar af tundurduflum. 27. júlí 2022 15:22
Ekki víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn Á mánudag tilkynnti rússneska fyrirtækið Gazprom að flæði á gasi í gegnum Nord Stream 1 leiðsluna myndi skerðast niður í 20 prósent. Að sögn bandarískra embættismanna hefur gas minnkun Rússa verið þeirra „versti ótti.“ Umræður vegna aukinnar kjarnorkunotkunar séu á næsta leyti og ekki sé víst að Evrópa muni eiga nóg gas fyrir veturinn. 26. júlí 2022 23:41
Sprengjum rigndi í Odesa, Kharkiv og Mykolaiv í nótt Rússar hafa látið sprengjum rigna víða í Úkraínu í nótt. Fregnir hafa borist af árásum á Kharkiv, Mykolaiv og hafnarborgina Odesa. Árásir á Odessa hafa sérstaklega verið gagnrýndar en ekki liðu nema nokkrir klukkutímar frá samkomulagi um kornútflutning frá Úkraínu uns sprengjum var skotið á borgina, þvert á hið nýgerða samkomulag. 26. júlí 2022 07:38