Bíó og sjónvarp

Segjast ekki hafa klippt gamla þætti á ný

Bjarki Sigurðsson skrifar
Höfundar þáttanna, Duffer-bræðurnir, ásamt Millie Bobbie Brown sem fer með hlutverk Eleven.
Höfundar þáttanna, Duffer-bræðurnir, ásamt Millie Bobbie Brown sem fer með hlutverk Eleven. EPA/Sarah Yenesel

Höfundar þáttanna Stranger Things segjast ekki hafa klippt gamla þætti eftir að þeir voru gefnir út til þess að þeir litu betur út miðað við hvernig þættirnir þróuðust. Áhorfendur hafa greint frá því að þegar þeir horfa á gamla þætti séu einhver atriði sem vantar.

Umræðan um málið byrjaði í þessum mánuði þegar áhorfendur hófu að horfa á þættina upp á nýtt eftir að hafa horft á seinni hluta fjórðu seríu sem kom út 1. júlí síðastliðinn. Þá virtist einu atriði hafa verið breytt.

Atriði í fyrsta þætti fyrstu þáttaraðar þar sem Jonathan Byers tekur myndir af Nancy Wheeler án hennar vitneskju virtist vera breytt. Í því sem áhorfendur töldu vera nýrri útgáfu, leit Jonathan út fyrir að vera „minna perralegur“ eins og einhverjir orðuðu það. Þau byrjuðu síðar saman í þáttunum og því héldu einhverjir að atriðinu hafi verið breytt til þess að láta sambandið passa betur inn í söguna. 

Eftir þetta kepptust áhorfendur við að segja frá atriðum þáttanna sem þeir töldu hafa verið öðruvísi þegar þættirnir komu fyrst út.

Í færslu á Twitter-síðu höfunda Stranger Things kemur fram að þeir hafi aldrei og muni aldrei breyta atriðum þáttanna. Við færsluna hengja þeir klippu af Dustin að sverja upp á líf móður sinnar.


Tengdar fréttir

Vinsælasta efni Netflix á árinu

Netflix hefur gefið út hvað var vinsælasta efnið á veitunni árið 2019. Kvikmyndin Murder Mystery með Adam Sandler og Jennifer Aniston virðist hafa notið mikilla vinsælda á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.