Erlent

Lög­sækja skemmti­garð vegna ras­isma starfs­manna

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Skjáskot úr myndbandi þar sem starfsmaður klæddur sem Rosita úr Sesamstræti gengur viljandi fram hjá tveimur svörtum stúlkum sem reyna að ná athygli hans.
Skjáskot úr myndbandi þar sem starfsmaður klæddur sem Rosita úr Sesamstræti gengur viljandi fram hjá tveimur svörtum stúlkum sem reyna að ná athygli hans. AP/Jodi Brown

Fjölskylda í Baltimore sakar starfsmenn skemmtigarðsins Sesame Place í Fíladelfíu um rasisma og hefur kært skemmtigarðinn fyrir kynþáttamismunun í garð fimm ára svartrar stúlku og annarra þeldökkra gesta.

Fjölskyldan segir fjölda starfsmanna skemmtigarðsins hafa hunsað stúlkuna á sérstökum viðburði fyrr í mánuðinum þar sem starfsmenn klæddir sem Sesamstrætisbúar heilsa upp á unga gesti garðsins.

Fjölskyldan hefur nú ákveðið að lögskæja skemmtigarðinn vegna atviksins og krefur hann um 25 milljónir Bandaríkjadala í skaðabætur.

Í kæru fjölskyldunnar segir að fjórir starfsmenn garðsins, klæddir sem Sesamstrætisbúar, hafi hunsað feðginin Quinton Burns og Kennedi Burns og aðra svarta gesti á viðburðinum 18. júlí síðastliðinn. Jafnframt segir að á sama tíma hafi starfsmennirnir fúslega heilsað upp á aðra hvíta gesti garðsins.

Myndband af atviki þar sem starfsmaður skemmtigarðsins hunsar tvær stúlkur sem eru að reyna að ná athygli hans hefur vakið mikla athygli á samfélagsmiðlum.

Í kjölfar þess að myndbandið fór í dreifingu birti skemmtigarðurinn afsökunarbeiðni á Instagram þar sem þau sögðust mundu bæta úr þjálfun starfsmanna sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×