Mikil gleði þegar helsta fyrirmyndin fékk flugvél nefnda eftir sér Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júlí 2022 22:45 Systurnar Erna Kristín og Hrefna Kristrún Jónasdætur eru barnabörn Ernu. Hér eru þær ásamt Jónasi Knútssyni, sem er einmitt sonur Ernu. Þau eru öll afar stolt af Ernu og segja hana sína helstu fyrirmynd. Vísir/Arnar Flugakademía Íslands heiðraði í dag Ernu Hjaltalín, sem var fyrsta konan til að taka einkaflugmannspróf og atvinnuflugmannspróf hér á landi. Afkomendur hennar segja það mikinn heiður að ein kennsluvéla akademíunnar sé nú nefnd eftir Ernu. Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna. Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira
Nafn flugvélarinnar var afhjúpað við hátíðlega athöfn í flugskýli eitt á Reykjavíkurflugvelli í dag. Vélin er nefnd eftir Ernu en hún var fædd 12. mars 1932. Hún lést 14. maí síðastliðinn. Skólastjóri flugakademíunnar segir nafngiftina vel við hæfi. „Hún á það bara svo fyllilega skilið, að hafa verið fyrsta konan til að hljóta atvinnuflugmannsskírteini, þar sem við kennum nú bara langmest til atvinnuflugmannsins,“ segir Óskar Pétur Sævarsson, skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands. Óskar Pétur Sævarsson er skólastjóri og forstöðumaður Flugakademíu Íslands.Vísir/Arnar Erna var einnig fyrst íslenskra kvenna til að einkaflugmannspróf og öðlast réttindi til loftsiglingafræðings. Afkomendur Ernu segja framtakið afar þýðingarmikið. „Mamma var aðeins á undan sinni samtíð, þannig að þessi heiður hann er mjög kærkominn,“ segir Jónas Knútsson, sonur Ernu. Erna var brautryðjandi í íslenskri flugsögu. „Hún var alltaf svo ótrúlega hógvær og vildi aldrei gorta sig af afrekum sínum,“ segir Erna Kristín, dóttir Jónasar og barnabarn Ernu. Það hafi orðið til þess að Erna yngri og systir hennar, Hrefna Kristrún, hefðu komist mjög seint að því hversu merkileg staða ömmu þeirra innan íslenskrar flugsögu væri í raun og veru. „Þannig að þetta hefur rosalega mikla þýðingu fyrir okkur fjölskylduna, að hún sé heiðruð á þennan hátt,“ segir Erna um ömmu sína og nöfnu. Þannig að hún hefði kannski mátt monta sig aðeins meira, eða hvað? „Algjörlega,“ segir Hrefna. Aðalfyrirmyndin Fjölskyldan þarf ekki að leita langt eftir fyrirmyndum. Þær systur segja Ernu hafa verið afar hvetjandi og kennt þeim að elta drauma sína. „Hún er aðalfyrirmyndin okkar í lífinu,“ segir Hrefna. „Alltaf að segja okkur að gera það það sem við viljum, sama hvað,“ segir Erna.
Fréttir af flugi Tímamót Skóla - og menntamál Reykjavíkurflugvöllur Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Innlent Fleiri fréttir Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Sjá meira