Innlent

Að­staða skipa í Reyk­hóla­hreppi muni batna

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Fjórðungur bryggjunnar hrundi í sjóinn aðfaranótt miðvikudags.
Fjórðungur bryggjunnar hrundi í sjóinn aðfaranótt miðvikudags. Ingbjörg Birna

Vegagerðin gekk frá bráðabirgðaviðgerð á bryggju hafnarinnar í Reykhólahreppi klukkan fjögur aðfaranótt fimmtudags. Fjórðungur bryggjunnar, sem var yfir 50 ára gömul, hrundi í sjóinn aðfaranótt miðvikudags.

Sveitarstjóri Reykhólahrepps, Ingibjörg Birna Erlingsdóttir sagði í samtali við Vísi í gær að það hafi verið mikil heppni að hrun bryggjunnar hafi orðið um nótt en ekki dag þegar löndun Þörungaverksmiðjunnar hefði staðið yfir.

Í tilkynningu frá Vegagerðinni kemur fram að bráðabirgðaviðgerðir á bryggjunni hafi gengið vel en framkvæmdir við endurbyggingu hennar hafi þegar verið hafnar þegar óhappið varð. Tjónið muni ekki hafa áhrif á endurbyggingu bryggjunnar en þegar þeim ljúki muni aðstaða skipa í Reykhólahreppi batna mikið.

Hafnarsérfræðingur Vegagerðarinnar segir í samtali við Mbl að margir þættir hafi legið að baki hruni bryggjunnar en neitar því að mistök hafi valdið því. Stálþil bryggjunnar sé tætt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×