Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appalachia Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2022 14:51 Minnst fimmtán hafa látist í flóðunum. AP Photo/Timothy D. Easley Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum. Gífurlegt úrhelli hefur verið í Appalachiafjöllum undanfarið sem endaði með gífurlegri flóðbylgju sem gleypti þorp og bæi í Appalachiadölunum. Gífurlegur kraftur var í flóðbylgjunni og hafa heimili og ökutæki eyðilagst. Þá hafa rigningarnar sömuleiðis valdið aurskriðum sem rofið hafa rafmagnslínur, svo fátt eitt sé nefnt. Vegna þess eignatjóns sem hefur orðið hefur ríkisstjórinn sett af stað söfnun fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna. Andy Beshear ríkisstjóri Kentucky segir í samtali við AP að meðal þeirra fimmtán Kentuckybúa sem látist hafi í náttúruhamförunum séu börn. Fátækustu svæði Bandaríkjanna hafa orðið verst úti í flóðunum.AP/Ryan C. Hermens „Og ég geri ráð fyrir að fjöldi látinna muni margfaldast, jafnvel bara í dag,“ sagði Beshear. Viðbragðsaðilar hafa bjargað meira en fimmtíu manns með þyrlum og hundruðum á jörðu niðri í dag og í gær. Enn eru þó hundruð, jafnvel þúsund strönduð. Meira en tvö hundruð hafa leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum frá því að flóðin hófust. Enn rignir á svæðinu og vegna sífelldra aurskriða og vatnsflóða úr hlíðum Appalachiafjallanna hafa björgunarsveitir þurft að nota þyrlur og báta til að komast að strönduðum. Flóðin hafa verið hvað verst og valdið mestu eignartjóni á einu fátækasta svæði Bandaríkjanna. Það er því ljóst að íbúar Appalachia muni margir hverjir líða mikið vegna hamfaranna. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira
Gífurlegt úrhelli hefur verið í Appalachiafjöllum undanfarið sem endaði með gífurlegri flóðbylgju sem gleypti þorp og bæi í Appalachiadölunum. Gífurlegur kraftur var í flóðbylgjunni og hafa heimili og ökutæki eyðilagst. Þá hafa rigningarnar sömuleiðis valdið aurskriðum sem rofið hafa rafmagnslínur, svo fátt eitt sé nefnt. Vegna þess eignatjóns sem hefur orðið hefur ríkisstjórinn sett af stað söfnun fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna. Andy Beshear ríkisstjóri Kentucky segir í samtali við AP að meðal þeirra fimmtán Kentuckybúa sem látist hafi í náttúruhamförunum séu börn. Fátækustu svæði Bandaríkjanna hafa orðið verst úti í flóðunum.AP/Ryan C. Hermens „Og ég geri ráð fyrir að fjöldi látinna muni margfaldast, jafnvel bara í dag,“ sagði Beshear. Viðbragðsaðilar hafa bjargað meira en fimmtíu manns með þyrlum og hundruðum á jörðu niðri í dag og í gær. Enn eru þó hundruð, jafnvel þúsund strönduð. Meira en tvö hundruð hafa leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum frá því að flóðin hófust. Enn rignir á svæðinu og vegna sífelldra aurskriða og vatnsflóða úr hlíðum Appalachiafjallanna hafa björgunarsveitir þurft að nota þyrlur og báta til að komast að strönduðum. Flóðin hafa verið hvað verst og valdið mestu eignartjóni á einu fátækasta svæði Bandaríkjanna. Það er því ljóst að íbúar Appalachia muni margir hverjir líða mikið vegna hamfaranna.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Erfitt að átta sig á áformum Trumps Erlent „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Fleiri fréttir „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Sjá meira