Börn meðal látinna vegna mikilla flóða í Appalachia Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 29. júlí 2022 14:51 Minnst fimmtán hafa látist í flóðunum. AP Photo/Timothy D. Easley Umfangsmikil leit stendur yfir eftir fólki sem er saknað eftir að mikil flóð þurrkuðu út heilu samfélögin í Appalachiafjöllum. Björgunarsveitir hafa með hjálp þjóðvarðliðsins leitað fólks í allan dag en að sögn ríkisstjóra Kentucky hafa minnst fimmtán farist í flóðunum. Gífurlegt úrhelli hefur verið í Appalachiafjöllum undanfarið sem endaði með gífurlegri flóðbylgju sem gleypti þorp og bæi í Appalachiadölunum. Gífurlegur kraftur var í flóðbylgjunni og hafa heimili og ökutæki eyðilagst. Þá hafa rigningarnar sömuleiðis valdið aurskriðum sem rofið hafa rafmagnslínur, svo fátt eitt sé nefnt. Vegna þess eignatjóns sem hefur orðið hefur ríkisstjórinn sett af stað söfnun fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna. Andy Beshear ríkisstjóri Kentucky segir í samtali við AP að meðal þeirra fimmtán Kentuckybúa sem látist hafi í náttúruhamförunum séu börn. Fátækustu svæði Bandaríkjanna hafa orðið verst úti í flóðunum.AP/Ryan C. Hermens „Og ég geri ráð fyrir að fjöldi látinna muni margfaldast, jafnvel bara í dag,“ sagði Beshear. Viðbragðsaðilar hafa bjargað meira en fimmtíu manns með þyrlum og hundruðum á jörðu niðri í dag og í gær. Enn eru þó hundruð, jafnvel þúsund strönduð. Meira en tvö hundruð hafa leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum frá því að flóðin hófust. Enn rignir á svæðinu og vegna sífelldra aurskriða og vatnsflóða úr hlíðum Appalachiafjallanna hafa björgunarsveitir þurft að nota þyrlur og báta til að komast að strönduðum. Flóðin hafa verið hvað verst og valdið mestu eignartjóni á einu fátækasta svæði Bandaríkjanna. Það er því ljóst að íbúar Appalachia muni margir hverjir líða mikið vegna hamfaranna. Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Gífurlegt úrhelli hefur verið í Appalachiafjöllum undanfarið sem endaði með gífurlegri flóðbylgju sem gleypti þorp og bæi í Appalachiadölunum. Gífurlegur kraftur var í flóðbylgjunni og hafa heimili og ökutæki eyðilagst. Þá hafa rigningarnar sömuleiðis valdið aurskriðum sem rofið hafa rafmagnslínur, svo fátt eitt sé nefnt. Vegna þess eignatjóns sem hefur orðið hefur ríkisstjórinn sett af stað söfnun fyrir fórnarlömb náttúruhamfaranna. Andy Beshear ríkisstjóri Kentucky segir í samtali við AP að meðal þeirra fimmtán Kentuckybúa sem látist hafi í náttúruhamförunum séu börn. Fátækustu svæði Bandaríkjanna hafa orðið verst úti í flóðunum.AP/Ryan C. Hermens „Og ég geri ráð fyrir að fjöldi látinna muni margfaldast, jafnvel bara í dag,“ sagði Beshear. Viðbragðsaðilar hafa bjargað meira en fimmtíu manns með þyrlum og hundruðum á jörðu niðri í dag og í gær. Enn eru þó hundruð, jafnvel þúsund strönduð. Meira en tvö hundruð hafa leitað skjóls í fjöldahjálparstöðvum frá því að flóðin hófust. Enn rignir á svæðinu og vegna sífelldra aurskriða og vatnsflóða úr hlíðum Appalachiafjallanna hafa björgunarsveitir þurft að nota þyrlur og báta til að komast að strönduðum. Flóðin hafa verið hvað verst og valdið mestu eignartjóni á einu fátækasta svæði Bandaríkjanna. Það er því ljóst að íbúar Appalachia muni margir hverjir líða mikið vegna hamfaranna.
Bandaríkin Náttúruhamfarir Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira