„Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 29. júlí 2022 17:14 Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn hafi komið við sig og einhendir sér að gert verði betur í málaflokknum. vísir Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra, segir að fréttir um þjónustuleysi við heyrnarlaus börn komi við sig og segir jafnframt að gera þurfi betur þegar kemur að þjónustu við heyrnarlausa. Hún segir að stjórnvöld muni í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaráætlun með það að markmiði að gera betur í málaflokknum. Í vikunni hefur verið fjallað um stöðu heyrnarlausra barna hér á landi og þjónustu við þau. Móðir heyrnarlauss drengs sem kært hefur leikskóla hans til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna þjónustuleysis steig fram í kvöldfréttum í vikunni og sagðist oft ekki treysta sér til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Hún segir að stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vak og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir barnið. Lög sett en síðan lítið sem ekkert gerst Ellefu ár eru síðan lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, en samkvæmt þeim er íslenska táknmálið jafnrétthátt íslenskunni og óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Formaður félags heyrnarlausra sagði í kvöldfréttum í gær að lögunum væri ekki nægilega framfylgt og að ábyrgð yfir málaflokknum væri allt of dreifð. Lítið sem ekkert hafi gerst í málaflokknum síðan lögin voru samþykkt. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fréttirnar sýni svart á hvítu að gera þurfi betur Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra er með málaflokkinn á sínu borði. Hún segir að fréttir af þjónustuleysi við heyrnarlaus börn hafi fengið á hana. „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum og ljóst að þjónusta við heyrnarlausa getur verið mjög mismunandi eftir því hvar hún er veitt.“ Aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum Þá segir hún að umfangsmikil vinna hafi átt sér stað til þess að gera verulegar útbætur. „Við höfum hins vegar ekki setið með hendur í skauti og umfangsmikil vinna hefur átt sér stað til þess að gera verulegar úrbætur en tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára, sem inniheldur 41 aðgerð, var í opnu samráði þar til í júní. Meðal aðgerða sem eru lagðar til er til að mynda aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum, meðal annars með tilliti til þjónustu í þágu farsældar barna. Vinnan er afrakstur starfshóps sem skipaður var fulltrúum Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra með víðtæku samstarfi við sérfræðinga í málaflokknum. „Táknmálssamfélagið var boðað til umræðufundar þar sem drögin voru rýnd og tekið var tillit til athugasemda er komu fram á fundinum.“ Segir að stjórnvöld muni einhenda sér að gera betur Hún segir að nú sér verið að yfirfæra þær ábendingar sem sendar voru inn í opna samráðinu. „Og gera stefnuna ásamt aðgerðaáætluninni tæka til þinglegrar meðferðar. Að henni lokinni munu stjórnvöld í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaáætlunina með það að markmiði að gera betur í þessum málaflokki.“ Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Í vikunni hefur verið fjallað um stöðu heyrnarlausra barna hér á landi og þjónustu við þau. Móðir heyrnarlauss drengs sem kært hefur leikskóla hans til mennta- og menningarmálaráðuneytisins vegna þjónustuleysis steig fram í kvöldfréttum í vikunni og sagðist oft ekki treysta sér til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Hún segir að stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vak og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir barnið. Lög sett en síðan lítið sem ekkert gerst Ellefu ár eru síðan lög voru sett um stöðu íslenskrar tungu og íslensks táknmáls, en samkvæmt þeim er íslenska táknmálið jafnrétthátt íslenskunni og óheimilt að mismuna mönnum eftir því hvort málið þeir nota. Formaður félags heyrnarlausra sagði í kvöldfréttum í gær að lögunum væri ekki nægilega framfylgt og að ábyrgð yfir málaflokknum væri allt of dreifð. Lítið sem ekkert hafi gerst í málaflokknum síðan lögin voru samþykkt. „En síðan þá hefur engin aðgerðaráætlun fylgt og ekkert fjármagn fylgt með þannig það eru alls kyns hindranir í samfélaginu sem koma í veg fyrir að heyrnarlausir njóti jafnræðis miðað við aðra,“ sagði Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Fréttirnar sýni svart á hvítu að gera þurfi betur Lilja D. Alfreðsdóttir, menningarmálaráðherra er með málaflokkinn á sínu borði. Hún segir að fréttir af þjónustuleysi við heyrnarlaus börn hafi fengið á hana. „Þessi dæmi koma við mig og sýna svart á hvítu að það þarf klárlega að gera betur í þessum málum og ljóst að þjónusta við heyrnarlausa getur verið mjög mismunandi eftir því hvar hún er veitt.“ Aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum Þá segir hún að umfangsmikil vinna hafi átt sér stað til þess að gera verulegar útbætur. „Við höfum hins vegar ekki setið með hendur í skauti og umfangsmikil vinna hefur átt sér stað til þess að gera verulegar úrbætur en tillaga til þingsályktunar um málstefnu íslensks táknmáls ásamt aðgerðaáætlun til þriggja ára, sem inniheldur 41 aðgerð, var í opnu samráði þar til í júní. Meðal aðgerða sem eru lagðar til er til að mynda aukið samræmingarhlutverk ríkisins í málaflokknum, meðal annars með tilliti til þjónustu í þágu farsældar barna. Vinnan er afrakstur starfshóps sem skipaður var fulltrúum Málnefndar um íslenskt táknmál, Félags heyrnarlausra og Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra með víðtæku samstarfi við sérfræðinga í málaflokknum. „Táknmálssamfélagið var boðað til umræðufundar þar sem drögin voru rýnd og tekið var tillit til athugasemda er komu fram á fundinum.“ Segir að stjórnvöld muni einhenda sér að gera betur Hún segir að nú sér verið að yfirfæra þær ábendingar sem sendar voru inn í opna samráðinu. „Og gera stefnuna ásamt aðgerðaáætluninni tæka til þinglegrar meðferðar. Að henni lokinni munu stjórnvöld í samstarfi við sveitarfélögin einhenda sér í að framkvæma aðgerðaáætlunina með það að markmiði að gera betur í þessum málaflokki.“
Táknmál Jafnréttismál Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00 Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Kærir leikskóla heyrnarlauss sonar síns: Stundum hafi hann engan til að eiga samskipti við Móðir heyrnarlauss drengs treystir sér oft ekki til að senda son sinn á leikskólann þótt skólinn sérhæfi sig í að mæta þörfum heyrnarlausra barna. Stundum hafi drengurinn engan til að eiga samskipti við þar sem oft vanti táknmálstalandi starfsmann á vakt. Hún hefur kært skólann til menntamálaráðuneytisins og óttast að þurfa að flytja út fyrir landsteinana í leit að þjónustu fyrir börnin. 27. júlí 2022 20:00
Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna flúið land á síðustu tveimur árum vegna þjónustuleysis Að minnsta kosti þrjár fjölskyldur heyrnarlausra barna hafa flúið land vegna skorts á þjónustu við börnin hér á landi. Formaður Félags heyrnarlausra segir að lögum um íslenskt táknmál sé ekki nægilega framfylgt og ábyrgð yfir málaflokknum allt of dreifða. 28. júlí 2022 20:00