Skjálfti að stærð 4,4 reið yfir við Fagradalsfjall rétt fyrir fimm Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. júlí 2022 14:15 Jarðskjálftahrinan við Fagradalsfjall hefur staðið yfir frá hádegi og nú rétt fyrir klukkan fimm mældist stærsti skjálftinn til þessa. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftahrina stendur nú yfir við Fagradalsfjall. Hún hófst um hádegisbil en stærsti skjálftinn í hrinunni var 4,4 að stærð og mældist rétt fyrir klukkan fimm. Flugveðurkóði hefur verið settur á gult og Almannavarnir fylgjast með stöðunni. Náttúruvársérfræðingur telur að atburðurinn muni vara í nokkra daga. „Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
„Það er mjög mikil skjálftavirkni frá því að það hófst skjálftahrina þarna rétt norðaustan við Fagradalsfjall í hádeginu, milli klukkan tólf og eitt. Síðan þá hafa mælst ótal skjálftar á svæðinu, það er frekar mikil virkni,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur: „Við reynum að fylgjast með hvað gerist, bæði í hrinunni og með tilliti til þess hvort það gæti verið að hefjast þarna eldgos aftur á svæðinu.“ Flugveðurkóði hefur verið settur á gult viðbúnaðarstig en það hefur ekki verið gert síðan eldgosinu í Fagradalsfjalli lauk og talið var öruggt að færa kóðann upp á grænt stig að nýju. Einar varar fólk á Reykjanesi við því að aukin skriðuhætta sé á svæðinu. Fjölmargir skjálftar hafa mælst á svæðinu eins og sjá má á myndinni.Veðurstofan „Það er mikill kraftur, mjög margir litlir skjálftar koma með mjög skömmu millibili núna þannig að það er svolítill kraftur í þessari hrinu. Það hafa komið stærri skjálftar inn á milli, stærsti skjálftinn kom núna klukkan 14.02, 4,0 að stærð – hann var kröftugasti skjálfti sem hefur komið í hrinunni hingað til. Þetta er enn á 5-7 kílómetra dýpi og við erum svona að fylgjast dýpinu um leið og ný gögn berast.“ Hann segir að gert sé ráð fyrir því að kvika geti verið á þessu 5-7 kílómetra dýpi sem skjálftarnir eru að mælast á og bætir við að jarðskjálftahrinan sé ívið kröftugari en hrinan sem var um áramótin. „Þegar það byrjaði að gjósa síðast þá datt skjálftavirknin allt í einu niður og síðan hófst gos þannig að við verðum svolítið að fylgjast með. Almannavarnir eru meðvitaðar um stöðuna, við vorum að funda með þeim núna klukkan tvö.“ Hann segir ómögulegt að segja til um það á þessum tímapunkti hver næstu skref verði. „Við verðum bara að fylgjast með þessu næsta sólarhringinn og hvort við færum okkur upp á annað viðbúnaðarstig eftir það.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira