Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.
Hádegisfréttir Bylgjunnar eru á sínum stað klukkan tólf.

Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Við ræðum við náttúruvársérfræðing í fréttatímanum.

Mikill erill var hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu í nótt, en rekja má hluta álagsins til mikillar ölvunar í miðborginni í gærkvöldi og nótt. Lögreglan hafði þá í nógu að snúast víða um land. Við tökum stöðuna á skemmtanahaldi.

Þá fáum við að heyra hvernig stemningin var í Vestmannaeyjum í gær í beinni útsendingu í hádegisfréttatímanum.

Vörumerkið Ísland á ekki við um aðra hluta landsins en Suðurströndina og Suðvesturhornið. Þetta segja aðilar í ferðaþjónustu sem telja markaðssetningu opinberra aðila hafa farið illa með aðra hluta landsins. Við skoðum málið.

Þá förum við yfir gular viðvaranir sem eru á landinu, heyrum í formanni nýrrar fagstjórnar á Landspítala um rekstrarumhverfi spítalans og tökum púlsinn á barnamálaráðherra á Unglingalandsdmóti.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu klukkan tólf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×