Jarðskjálftarnir færast nær yfirborðinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 31. júlí 2022 14:22 Jarðskjálftamælir á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Jarðskjálftarnir sem riðið hafa yfir á Reykjanesi í dag mælast nú á minna dýpi en skjálftar gærdagsins. Sérfræðingur segir það merki um að kvika gæti verið að færast nær yfirborðinu. Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar. Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Ekkert lát hefur verið á jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga, en frá miðnætti hafa sautján skjálftar yfir þrír að stærð orðið á svæðinu. Sá stærsti mældist 4,2 og varð klukkan sex mínútur yfir fjögur í nótt, þrjá kílómetra aust-norðaustur af Fagradalsfjalli. Skjálftar gærdagsins voru að mælast á um fimm til sjö kílómetra dýpi. „Það virðist vera að skjálftarnir hafi heldur grynnkað og séu nú að mælast á um tveggja til fjögurra kílómetra dýpi, flestir af þessum stærri skjálftum sem við höfum verið að mæla,“ segir Einar Hjörleifsson náttúruvársérfræðingur í samtali við fréttastofu. Er það merki um að kvika sé að færast nær yfirborðinu, hvernig má lesa í það? „Já, það má túlka það á þann hátt að þetta kvikuhlaup sem er þarna neðanjarðar sé mögulega komið hærra upp í jarðskorpunni og sé núna mögulega á þessu tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. GPS-mælingar okkar á svæðinu gefa til kynna að líklega er þetta kvikuinnskot sem er þarna á tveggja til fjögurra kílómetra dýpi. Skjálftavirknin heldur bara áfram og kemur bara í hviðum á meðan að þetta kvikuinnskot er að finna sér einhvern farveg þarna undir jarðskorpunni.“ Veðurstofunni hafa borist margar tilkynningar frá fólki sem fylgst hefur með vefmyndavélum á svæðinu, sem telur sig hafa séð ýmislegt, til að mynda reyk, eða jafnvel kviku. „Mögulega er einhver hiti þarna í hrauninu og það gæti hafa verið einhver uppgufun í nótt. Ég var nú ekki hérna sjálfur í nótt og sá ekki þessar myndir, en það er allavega ekki kvika að flæða á yfirborðinu,“ segir Einar.
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira