Erlent

Borgar­­stjóri segir á­rásir á sjúkra­hús viður­­styggi­­leg hryðju­­verk

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Stórir hlutar spítalans eru í rúst eftir árásina.
Stórir hlutar spítalans eru í rúst eftir árásina. Telegram

Borgarstjóri úkraínsku borgarinnar Mykolaiv segir árásir Rússa á spítala í borginni fyrr í dag viðurstyggileg hryðjuverk.

Borgarstjórinn, Oleksandr Syenkevych, greindi frá eldflaugaárásum Rússa í ávarpi á samskiptamiðlinum Telegram í dag. Guardian greinir frá.

Út um allan spítala eru brotnar rúður og miklar skemmdir.Telegram

„Við munum ekki geta tekið á móti sjúklingum í einhvern tíma. Það þarf að hreinsa upp og taka til á spítalanum eftir árásirnar. Hluti aðalbyggingarnar eyðilagðist, rusl og brak er út um allt. Þetta er hefðbundinn borgarspítali sem tekur á móti fólki sem særst hefur í árásum Rússa. Þetta er ekkert annað en viðurstyggilegt,“ sagði Syenkevych í ávarpinu.

Harðar árásir hafa verið gerðar á Mykolaiv síðustu daga en Rússar létu klasasprengjur falla á borgina í gær. Íbúar lýstu því að eldflaugaárásirnar væru þær öflugustu síðan innrásin hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×