Ef marka má jarðskjálftatöfluna á vef Veðurstofunnar var um að ræða tvo aðskilda skjálfta á sömu mínútunni; sá fyrri var 5 að stærð og átti upptök sín 4,6 km norð-norðaustur af Krýsuvík en hinn var 4,7 að stærð og upptök hans voru 2,5 km norð-norðaustur af Krýsuvík.

Um það bil 15 skjálftar stærri en 3 hafa mælst frá því klukkan 20 í gær, flestir 3 til 6 km norð-norðaustur af Krýsuvík. Þá hafa fleiri en tíu skjálftar mælst stærri en 4 á síðasta sólahring.