Sport

Sparkaði niður þjóðþekktan áhorfenda og þurfti að taka pokann sinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ferill Andrew Mevis hjá Jacksonville Jaguars liðinu var mjög stuttur og það er ólíklegt að hann fái annað tækifæri í NFL-deildinni.
Ferill Andrew Mevis hjá Jacksonville Jaguars liðinu var mjög stuttur og það er ólíklegt að hann fái annað tækifæri í NFL-deildinni. Getty/David Rosenblum

NFL-draumur nýliðans Andrew Mevis er á enda þrátt fyrir að hann hafði komist að hjá liði Jacksonville Jaguars.

Ástæðan er skelfilegar æfingar kappans þar sem hann klukkaði á öllum þremur vallarmarkstilraunum sínum.

Strákurinn fór algjörlega á taugum og eitt af misheppnuðu spörkum hans endaði með því að hann skaut niður áhorfenda.

Sá áhorfandi var þjóðþekktur eða Dave Campo sem er fyrrum þjálfari Dallas Cowboys liðsins. Campo er 75 ára gamall en hann þjálfaði Kúrekana frá 1989 til 2002 þar af sem aðalþjálfari frá 2000 til 2002.

Campo, sem var að vinna fyrir útvarpsstöð í Jacksonville, fékk boltann í öxlina þar sem hann var að ræða málin við starfsmann Jaguars.

Mevis fékk samning eftir nýliðavalið og átti að keppa um stöðuna við Ryan Santos. Hann átti hins vegar í miklum vandræðum fyrstu fjóra æfingadagana og var augljóslega ekki tilbúinn í alvöruna.

Jaguars liðið var greinilega búið að fá nóg af nýliðum i bili því í stað Mevis samdi félagið við reynsluboltann Elliott Fry. Fry hefur verið leikmaður hjá Chicago, Baltimore, Carolina, Tampa Bay, Atlanta, Kansas City, Green Bay og Cincinnati á sínum ferli en nær eingöngu sem varamaður.

NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×