Öflugir skjálftar í Krýsuvík: „Þetta er enginn stórskaði eins og er“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. ágúst 2022 20:17 Elías, eða Elli eins og hann er iðulega kallaður, er framkvæmdastjóri Krýsuvíkur. Vísir/Arnar Verulegar líkur eru taldar á eldgosi við Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum. Nýjar niðurstöður benda til þess að kvikugangur liggi mjög grunnt undir yfirborðinu. Ummerki skjálftahrinunnar eru greinileg á meðferðarheimilinu í Krýsuvík og segir framkvæmdastjórinn þá hörðustu líkjast brotsjó. Í gærkvöldi og nótt mældist mikill fjöldi skjálfta yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga, og þó nokkrir yfir fjórum. Sá stærsti mældist fimm að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú í nótt, fimm kílómetra norð-norðaustur af Krýsuvík . Framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur segir skjálftana ekki fara fram hjá neinum þar. „Við erum nú ýmsu vanir eftir fyrri skjálfta og fyrri eldgos, en hann var ansi harður í nótt,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur. Líkja megi hörðustu skjálftunum við það að fá brotsjó á skip úti á miðju hafi. „Ótrúlegt hvað einhvern veginn er samt mikil ró yfir mannskapnum og húsið stendur þetta vel af sér.“ En þó húsið standi skjálftana af sér sýnir það engu að síður klár ummerki þeirra. Vinna við að laga skemmdir eftir síðustu skjálfta hafi verið farin af stað þegar hrinan hófst um helgina. „Þetta er enginn stórskaði eins og er, svo veit maður aldrei. Við sjáum það betur í rigningunni í vetur.“ Hlakkar ekki í Grindvíkingum Á undanförnum árum hafa Grindvíkingar fundið einna mest fyrir jarðskjálftum á Reykjanesskaganum. Það var þó ekki tilfellið í gærkvöldi og nótt, en skjálftar næturinnar fundust mun betur á höfuðborgarsvæðinu. „Það hlakkar ekkert í okkur við það að Reykvíkingar og aðrir höfuðborgarbúar finni fyrir þessum skjálfta, og við skiljum það vel, þó þeir séu kannski ekki eins snarpir og hjá okkur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, vill helst vera laus við allar jarðhræringar.Vísir/Arnar Samkvæmt eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands er greinileg gliðnun norðan Fagradalsfjalls, þar sem kvika treuður sér nú í efri lög jarðskorpunnar á svæðinu. Fannar vonast eftir aðdraganda að mögulegu gosi og sambærilegri staðsetningu og þegar gaus á síðasta ári. Hann er þó ekki hrifinn af því að tala um túristagos, enda augljósar hættur sem fylgi eldgosum svo nálægt byggð. „En ef þetta kemur upp á annað borð, eins rólegt og milt og þetta var síðast, þá hefur það líka efnahagsleg áhrif fyrir þjóðarbúið, Grindavík og Reykjanesið. Þannig að þetta er ekki alvont, en við vildum gjarnan vera laus við þetta allt saman. Það er ekki það.“ Líkurnar aukast Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. Veðurstofan greinir frá þessu en niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum einn kílómetra undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021. Innskotið nú er með fram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28 Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Í gærkvöldi og nótt mældist mikill fjöldi skjálfta yfir þremur að stærð á Reykjanesskaga, og þó nokkrir yfir fjórum. Sá stærsti mældist fimm að stærð og varð rétt fyrir klukkan hálf þrjú í nótt, fimm kílómetra norð-norðaustur af Krýsuvík . Framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur segir skjálftana ekki fara fram hjá neinum þar. „Við erum nú ýmsu vanir eftir fyrri skjálfta og fyrri eldgos, en hann var ansi harður í nótt,“ segir Elías Guðmundsson, framkvæmdastjóri meðferðarheimilisins Krýsuvíkur. Líkja megi hörðustu skjálftunum við það að fá brotsjó á skip úti á miðju hafi. „Ótrúlegt hvað einhvern veginn er samt mikil ró yfir mannskapnum og húsið stendur þetta vel af sér.“ En þó húsið standi skjálftana af sér sýnir það engu að síður klár ummerki þeirra. Vinna við að laga skemmdir eftir síðustu skjálfta hafi verið farin af stað þegar hrinan hófst um helgina. „Þetta er enginn stórskaði eins og er, svo veit maður aldrei. Við sjáum það betur í rigningunni í vetur.“ Hlakkar ekki í Grindvíkingum Á undanförnum árum hafa Grindvíkingar fundið einna mest fyrir jarðskjálftum á Reykjanesskaganum. Það var þó ekki tilfellið í gærkvöldi og nótt, en skjálftar næturinnar fundust mun betur á höfuðborgarsvæðinu. „Það hlakkar ekkert í okkur við það að Reykvíkingar og aðrir höfuðborgarbúar finni fyrir þessum skjálfta, og við skiljum það vel, þó þeir séu kannski ekki eins snarpir og hjá okkur,“ segir Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur. Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, vill helst vera laus við allar jarðhræringar.Vísir/Arnar Samkvæmt eldfjalla- og náttúruvárhópi Suðurlands er greinileg gliðnun norðan Fagradalsfjalls, þar sem kvika treuður sér nú í efri lög jarðskorpunnar á svæðinu. Fannar vonast eftir aðdraganda að mögulegu gosi og sambærilegri staðsetningu og þegar gaus á síðasta ári. Hann er þó ekki hrifinn af því að tala um túristagos, enda augljósar hættur sem fylgi eldgosum svo nálægt byggð. „En ef þetta kemur upp á annað borð, eins rólegt og milt og þetta var síðast, þá hefur það líka efnahagsleg áhrif fyrir þjóðarbúið, Grindavík og Reykjanesið. Þannig að þetta er ekki alvont, en við vildum gjarnan vera laus við þetta allt saman. Það er ekki það.“ Líkurnar aukast Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. Veðurstofan greinir frá þessu en niðurstöður aflögunarlíkana sem gerð voru í dag benda til að kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli liggi mjög grunnt eða í kringum einn kílómetra undir yfirborðinu. Kvikuinnflæðið er nokkuð ört, en það er nálægt tvöfaldur hraði frá því sem var í aðdraganda fyrra goss í febrúar/mars 2021. Innskotið nú er með fram nyrðri hluta kvikugangsins frá í fyrra og nær frá miðju gangsins hálfa leið að Keili.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40 Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28 Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15 Mest lesið Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Sakleysi dætranna hafa gufað upp Innlent Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Erlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent Fleiri fréttir Sárar út í kerfið og segja sakleysi dætra sinna hafa gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Sjá meira
Verulegar líkur á gosi á næstu dögum eða vikum Líkurnar á eldgosi á svæðinu í kringum Fagradalsfjall á næstu dögum eða vikum hafa aukist og eru nú taldar verulegar. Þetta má lesa úr niðurstöðum nýrra aflögunarlíkana en líkt og staðan er núna virðist vera að hægja á aflögun og skjálftavirkni við Fagradalsfjall. Var það einn af forboðunum fyrir eldgosið sem hófst í mars á seinasta ári. 2. ágúst 2022 18:40
Nýtt gostímabil: Samfélagið þarf að aðlagast nýjum veruleika Íslendingar þurfa að aðlagast nýjum veruleika segir prófessor í eldfjallafræði sem telur skjálftahrinuna staðfesta að nýtt gostímabil sé hafið. Hann telur líklegt að það gjósi á Reykjanesi í haust. 2. ágúst 2022 15:28
Túristagos ekki endilega jákvætt Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir almannavarnir og aðra viðbragðsaðila vera viðbúna ef það skildi byrja að gjósa. Allir reyni að halda sér eins upplýstum og hægt er. Túristagos hafi vissulega jákvæð áhrif á efnahaginn en það sé ekkert grín þegar það gýs svona nálægt byggð. 2. ágúst 2022 14:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“