Húsnæðisverðslækkanir í kortunum Halldór Kári Sigurðarson skrifar 3. ágúst 2022 08:01 Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Kári Sigurðarson Fasteignamarkaður Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,2% í júní og hefur þar með hækkað um 25% undanfarna tólf mánuði. Þrátt fyrir að vera rúmlega tvöfalt meiri hækkun en í meðalmánuðinum undanfarin 8 ár þá er þetta minnsta mánaðarhækkun á markaðnum síðan í janúar. Þá má vænta þess að verulegur viðsnúningur verði á verðþróun íbúðarhúsnæðis núna á næstu mánuðum þegar kælandi aðgerðir Seðlabankans fara að hafa áhrif af fullum þunga á kaupendur. Heimildir: Þjóðskrá Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Nýjustu mælingar Hagstofunnar sýna að verðbólgan er komin upp í 9,9% og hefur ekki verið hærri síðan í september 2009. Þegar verðbólgan er komin á þetta stig er mikilvægt að líta á verðþróun á húsnæðisverði að raunvirði til að fá glögga mynd af þróuninni. Sé það gert má sjá að árshækkunartaktur íbúðaverðs að raunvirði er 17,4% sem er þó nokkuð lægra en hann fór árið 2017 og 2005. Þetta skýrist e.t.v. af því að húsnæðisverðshækkunin undanfarið hefur verið keyrð áfram af peningaprentun í gegnum bankakerfið í krafti lágra vaxta á meðan að hækkunin árið 2017 var að meira leyti tilkomin af undirliggjandi húsnæðisskorti. Heimildir: Þjóðskrá Íslands, Hagstofa Íslands og Greiningardeild Húsaskjóls Peningaprentun á tímum heimsfaraldursins er ekki séríslensk hagstjórn og má segja að heilt yfir hafi þróuð hagkerfi flest hver brugðist við faraldrinum með þessum hætti. Í því samhengi má einnig nefna að það er ekki bara á Íslandi sem húsnæðisverð hefur hækkað meira en góðu hófi gegnir. Frá upphafi ársins 2020 fram til annars fjórðungs 2022 hefur húsnæðisverð á Íslandi nefnilega aðeins hækkað 0,7%-stigum umfram OECD meðaltalið líkt og fram kemur í nýjustu mánaðarskýrslu HMS. Þá hefur húsnæðisverð í Bandaríkjunum t.a.m. hækkað rúmlega þriðjungi meira en á Íslandi á umræddu tímabili. Heimildir: HMS, OECD og Greiningardeild Húsaskjóls Ef litið er til þeirra ríkja sem hafa verið í sama húsnæðismarkaðsrússíbana og Ísland má sjá að nafnverðslækkanir á íbúðarhúsnæði eru vel mögulegar. Í Ástralíu hefur húsnæðisverð lækkað undanfarna þrjá mánuði og er nú tæplega 3% lægra en það var hæst. Í Stokkhólmi hefur húsnæðisverð lækkað um 8,2% á sama tímabili en báðar lækkanirnar koma í kjölfar vaxtahækkana. Það er mikilvægt að átta sig á því að allir eignamarkaðir geta lækkað ef markaðslögmálin ráða för og það er óháð því hvernig söguleg verðþróun hefur verið. Næsta vaxtaákvörðun peningastefnunefndar verður kynnt 24. ágúst og ekki við öðru að búast en nokkurri vaxtahækkun í ljósi þess að verðbólgan er hænuskrefi frá tveggja stafa tölu. Meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu er farinn að lengjast og framundan eru kælandi áhrif aðgerða Seðlabankans. Af öllu þessu er ljóst að nafnverðslækkanir íbúðaverðs eru raunhæfur möguleiki á seinni helmingi ársins. Höfundur er hagfræðingur hjá Húsaskjól fasteignasölu.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun