Börn eiga ekki erindi að eldstöðvunum Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 20:30 Fólk er þegar farið að ganga upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Vísir/Eyþór Börn eiga ekki erindi upp að eldstöðvunum við Geldingadali. Bæði vegna gasmengunar og erfiðrar gönguleiðar. Þetta segir Elín Björk Jónasdóttir, hópstjóri veðurþjónustu hjá Veðurstofu Íslands, en börn og fullorðnir með undirliggjandi sjúkdóma eru viðkvæmari gagnvart gasmengun. Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Landlæknir varaði við því í fyrra að börn hafi minna þol gagnvart loftmengun og að það eigi einnig við mengun frá eldgosi. Ekki sé ráðlegt að börn dvelji lengur en fimmtán mínútur á stað þar sem loftmengun er yfir heilsuverndarmörkum. Elín segir að gönguleiðin að þessu hrauni væri töluvert erfiðari en leiðin að gosinu í fyrra og aðstæður erfiðari. Ekki væri búið að stika leið eða grípa til annarra aðgerða. Þá sé vert að vara fólk við því að ganga með gosmökkinn á móti sér og að kalt geti verið á svæðinu. Eldgosið við Geldingadali er töluvert stærra en gosið sem var á svipuðum slóðum í fyrra. Það gos var þó eitt það minnsta hér á landi. Mögulegt er að gosið muni vara skemur en það fyrra og er sömuleiðis mögulegt að fleiri sprungur opnist en Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að staðan muni skýrast á næstu dögum. „Þetta gæti orðið öflugra og hraðari atburðarrás. Það gæti líka staðið skemur,“ sagði Magnús Tumi. Hann sagði líka að þegar eldgos byrja með krafti eins og nú, gæti dregið fljótt dregið úr kraftinum. Þetta væri þó allt óráðið. „Þetta mun skýrast á næstu dögum, í hvaða farveg þetta ætlar að fara.“ Magnús Tumi segir það ekki koma á óvart að þetta gos komi upp svo nærri því síðasta. Jarðskjálftar hafi bent til þess að kvikan hafi verið að troðast inn á svæðinu. Ekki sé hægt að útiloka að fleiri sprungur muni opnast norðar en tíminn verði að leiða það í ljós. Hann segir að hraunið muni leggjast ofan á hraunið úr eldgosinu í fyrra og standi eldgosið yfir í langan tíma muni það flæða úr Meradölum og til suðurs í átt að Suðurstrandaveg. Það sé þó langur vegur til þess.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34 Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46 Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14 Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Sjá meira
Fann tvo menn sem voru fastir og skutlaði þeim alveg upp að hrauninu Gylfi Blöndal var á ferð með vini sínum nálægt gosstöðvunum í Geldingadal þegar hann rakst á tvo blaðamenn mbl.is á leið að gosinu. Þeir voru voru fastir en Gylfi var á mun betri bíl en þeir og skutlaði þeim alveg upp að lekandi hrauninu með aðstoð blaðamannapassa þeirra. 3. ágúst 2022 17:34
Svona var blaðamannafundurinn vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðið til fjölmiðlafundar klukkan 17:30 í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð. Tilefnið er eldgosið sem hófst við Geldingadali á öðrum tímanum í dag. 3. ágúst 2022 16:46
Gosið leggst vel í Grindvíkinga Guðrún Kristín Einarsdóttir er formaður Þórkötlu, sem er deild innan slysavarnafélagsins í Grindavík. Hún var hress þegar Vísir heyrði í henni, gosið leggst bara vel í hana. 3. ágúst 2022 16:14
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01