Fjölskylda Assange vill að stjórnvöld í Ástralíu setji Bandaríkjunum afarkosti Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. ágúst 2022 09:33 John Shipton, faðir Julian Assange, berst nú fyrir því að fá stjórnvöld í Ástralíu til að þrýsta á Bandaríkjamenn um lausn sonar síns. epa/Andy Rain Fjölskylda Julian Assange, stofnanda Wikileaks, segir það jafngilda dauðadómi ef Assange verður framseldur frá Bretlandi til Bandaríkjanna. John Shipton, faðir Assange, og bróðir hans Gabriel Shipton, hafa freistað þess að fá stjórnvöld í Ástralíu, heimalandi Assange, til að grípa inn í en segjast ekki hafa fengið fund með forsætisráðherranum Anthony Albanese. Albanese, sem tók við völdum í júní síðastliðnum, hefur sagt að stjórnvöld muni freista þess að leggja sitt af mörkum eftir diplómatískum leiðum, þar sem það sé ekki æskilegt að stunda utanríkismál í gegnum gjallarhorn. Faðir Assange segist hins vegar vera að missa vonina varðandi aðkomu Albanese og að stjórnvöld gætu hæglega tekið upp símann og krafist þess af Joe Biden Bandaríkjaforseta að Bandaríkjamenn láti af framsalskröfu sinni. Ástralía sé mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna um þessar mundir og Ástralir gætu hreinlega gert lausn Assange að skilyrði fyrir samvinnu. Fram kom í minnisblaði að stjórnvöld hefðu skoðað þann möguleika að Assange fengi að afplána í Ástralíu ef hann yrði fundinn sekur um njósnir í Bandaríkjunum. Shipton segir hins vegar ógeðfellt að fresta inngripi þar til eftir réttarhöld. Hann segir þau gætu tekið mörg ár og þá bendir bróðir Assange á þá staðreynd að sérfræðingar hafi sagt Assange í mikilli sjálfsvígshættu ef framsal verður niðurstaðan. Mál Julians Assange Ástralía Bandaríkin Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira
Albanese, sem tók við völdum í júní síðastliðnum, hefur sagt að stjórnvöld muni freista þess að leggja sitt af mörkum eftir diplómatískum leiðum, þar sem það sé ekki æskilegt að stunda utanríkismál í gegnum gjallarhorn. Faðir Assange segist hins vegar vera að missa vonina varðandi aðkomu Albanese og að stjórnvöld gætu hæglega tekið upp símann og krafist þess af Joe Biden Bandaríkjaforseta að Bandaríkjamenn láti af framsalskröfu sinni. Ástralía sé mikilvægur bandamaður Bandaríkjanna um þessar mundir og Ástralir gætu hreinlega gert lausn Assange að skilyrði fyrir samvinnu. Fram kom í minnisblaði að stjórnvöld hefðu skoðað þann möguleika að Assange fengi að afplána í Ástralíu ef hann yrði fundinn sekur um njósnir í Bandaríkjunum. Shipton segir hins vegar ógeðfellt að fresta inngripi þar til eftir réttarhöld. Hann segir þau gætu tekið mörg ár og þá bendir bróðir Assange á þá staðreynd að sérfræðingar hafi sagt Assange í mikilli sjálfsvígshættu ef framsal verður niðurstaðan.
Mál Julians Assange Ástralía Bandaríkin Mest lesið Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Bein útsending: Nýjustu tíðindi af viðræðunum Innlent Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Erlent Brjálaðist út í barn í bíó Innlent Musk og Trump valda uppnámi í Washington Erlent Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Erlent Fleiri fréttir Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Viðræður um vopnahlé sagðar á lokametrunum Sakfelling Trumps stendur Morðinginn í Madison var fimmtán ára unglingsstúlka Öflugur skjálfti reið yfir Vanúatú Kanni frekar mögulegar aukaverkanir af notkun Ozempic Rússneskur hershöfðingi sprengdur í loft upp í Moskvu Fjármálaráðherra Kanada segir af sér Þrír látnir eftir skotárás í grunnskóla Sérfræðingi í rannsókn Letby hafi snúist hugur Vantraust á hendur Scholz samþykkt Sjá meira