Þróun eldgossins komi ekki á óvart Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 18:33 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, flaug yfir gossvæðið í dag á vegum Jarðvísindastofnunar HÍ. Vísir/Arnar Töluvert hefur dregið úr hraunflæðinu úr eldstöðvunum í Meradölum frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 í gær fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Til samanburðar var meðalrennsli 32 rúmmetrar á sekúndu fyrstu þrjá tímana eftir að gosið hófst í gær. Á sama tíma hefur sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart þar sem flest eldgos séu kraftmest í upphafi og síðan dragi úr. Svo var þó ekki raunin í fyrra þegar hraunrennslið í Geldingadölum náði hámarki um tveimur mánuðum eftir að gosið hófst í marsmánuði. Á myndinni má sjá ummál nýja hraunsins um klukkan 17 í gær og svo 11 í morgun.Jarðvísindastofnun Aftur verður reynt að leggja mat á hraunflæðið á morgun ef skyggni leyfir. Magnús Tumi segir gosið vera frekar afllítið en óljóst sé hvernig það muni haga sér næstu daga. Ekki sé skýrt hvort þrýstingur neðanjarðar fari vaxandi eða minnkandi og það skýrist á næstu dögum. Þá sé ekki útilokað að gossprungan eigi eftir að lengjast til norðurs. Hraunflæðismælingarnar byggja á loftmyndum sem teknar voru með Hasselblad myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélags Reykjavíkur. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við mælinguna sem gerð var í gær klukkan 17:05. Hraunið mældist um 144.000 fermetrar klukkan 11 í morgun og var meðalþykktin 11,1 metri. Rúmmálið var 1,60 milljón rúmmetrar. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir þessar niðurstöður ekki koma á óvart þar sem flest eldgos séu kraftmest í upphafi og síðan dragi úr. Svo var þó ekki raunin í fyrra þegar hraunrennslið í Geldingadölum náði hámarki um tveimur mánuðum eftir að gosið hófst í marsmánuði. Á myndinni má sjá ummál nýja hraunsins um klukkan 17 í gær og svo 11 í morgun.Jarðvísindastofnun Aftur verður reynt að leggja mat á hraunflæðið á morgun ef skyggni leyfir. Magnús Tumi segir gosið vera frekar afllítið en óljóst sé hvernig það muni haga sér næstu daga. Ekki sé skýrt hvort þrýstingur neðanjarðar fari vaxandi eða minnkandi og það skýrist á næstu dögum. Þá sé ekki útilokað að gossprungan eigi eftir að lengjast til norðurs. Hraunflæðismælingarnar byggja á loftmyndum sem teknar voru með Hasselblad myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélags Reykjavíkur. Gerð voru landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við mælinguna sem gerð var í gær klukkan 17:05. Hraunið mældist um 144.000 fermetrar klukkan 11 í morgun og var meðalþykktin 11,1 metri. Rúmmálið var 1,60 milljón rúmmetrar.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Sprautan sprakk og konan heppin að halda auganu Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira