Fær loksins lík eiginmannsins afhent Elísabet Hanna skrifar 5. ágúst 2022 11:02 Hjónin bjuggu saman á Spáni með fjölskyldunni. Skjáskot/Instagram Drífa Björk Linnet Kristjánsdóttir tilkynnti í myndbandi á Instagram að loksins fái fjölskyldan lík Haralds Loga Hrafnkelssonar til sín eftir að hann lést í eldsvoða á Spáni þann 6. febrúar fyrr á þessu ári. Drífa hefur barist fyrir því að fá lík eiginmannsins afhent síðan hann féll frá. Fagna því að fá Halla „Við erum smá að fagna. Við erum búnar að fá fréttir um það að við erum að fara að fá Halla til okkar. Ég var á fundi í morgun og aftur núna seinni partinn með útfaraþjónustu og það lítur allt út fyrir það að við getum fengið Halla til okkar,“ segir hún í myndbandinu og bætir við: „Þeir ætla sem sagt af mannúðarástæðum að afhenda hann þrátt fyrir að málinu sé ekki lokið. Þeir eru ennþá að reyna að finna upptök eldsins.“ Drífa segir að dánarvottorðið muni líklega innihalda þær upplýsingar að hann hafi látist af slysförum þrátt fyrir að rannsókn á málinu sé ekki lokið og upptök eldsins hafi enn ekki fundist. Hún tekur það fram í myndbandinu að samkvæmt öryggismyndavélum sé ekki um sakamál né sjálfsvíg að ræða og líklega hafi reykurinn verið dánarorsökin. „Það er enginn sem getur sett sig í þessi spor án þess að hafa verið þar.“ Fær ekki giftingarhringinn Ég er búin að vera eins og biluð plata hjá löggunni að reyna að spyrja alltaf að því sama því það sem skiptir mig máli í þessu öllu saman er: „Hvenær fæ ég Halla? og funduð þið giftingarhringinn?“ Núna hefur Drífa fengið svör um að hún sé að fá Halla en hringurinn eyðilagðist í eldsvoðanum. Hún segist hafa beðið lengi eftir því að fá að nálgast hann og að líkið verði brennt í framhaldinu og flutt þannig til Íslands frá Tenerife ásamt því að vera dreift á hans uppáhaldsstaði. View this post on Instagram A post shared by (@drifabk) Vöknuðu við eldinn Drífa lýsti örlagaríka deginum á Instagram miðli sínum í síðustu viku þegar það kviknaði í húsi fjölskyldunnar á Tenerife. Eldri dóttir hennar vaknaði við eldinn, gerði móður sinni viðvart og kallað var eftir aðstoð. Eftir að búið var að slökkva eldinn og koma fjölskyldunni í öruggt skjól fékk hún hræðilegu fréttirnar: „Þegar það er búið koma þeir til mín og segjast hafa fundið manninn minn í einum af tveimur bifreiðum í bílskúrnum og hafi hann strax verið úrskurðaður látinn.“ „Á meðan ég er að reyna að finna hótel, vissu börnin ekkert og spurðu í sífellu hvort ég ætlaði ekki að hringja í pabba þeirra og segja honum að það hafi kviknað í. Eftir að ég er búin að innrita mig á hótelið segi ég börnunum fréttirnar um að pabbi þeirra sé dáinn.“ Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Nafn Íslendingsins sem lést á Tenerife Íslendingurinn sem lést á Tenerife á sunnudag í bílageymslu við heimili sitt hét Haraldur Logi Hrafnkelsson. 8. febrúar 2022 11:48 Fullyrt að Íslendingur hafi látist í eldsvoða á Tenerife Íslenskur ríkisborgari um fimmtugt er sagður hafa látist í eldsvoða í bílskúr í heimahúsi við Costa Adeje á Tenerife á sunnudag. 8. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Fagna því að fá Halla „Við erum smá að fagna. Við erum búnar að fá fréttir um það að við erum að fara að fá Halla til okkar. Ég var á fundi í morgun og aftur núna seinni partinn með útfaraþjónustu og það lítur allt út fyrir það að við getum fengið Halla til okkar,“ segir hún í myndbandinu og bætir við: „Þeir ætla sem sagt af mannúðarástæðum að afhenda hann þrátt fyrir að málinu sé ekki lokið. Þeir eru ennþá að reyna að finna upptök eldsins.“ Drífa segir að dánarvottorðið muni líklega innihalda þær upplýsingar að hann hafi látist af slysförum þrátt fyrir að rannsókn á málinu sé ekki lokið og upptök eldsins hafi enn ekki fundist. Hún tekur það fram í myndbandinu að samkvæmt öryggismyndavélum sé ekki um sakamál né sjálfsvíg að ræða og líklega hafi reykurinn verið dánarorsökin. „Það er enginn sem getur sett sig í þessi spor án þess að hafa verið þar.“ Fær ekki giftingarhringinn Ég er búin að vera eins og biluð plata hjá löggunni að reyna að spyrja alltaf að því sama því það sem skiptir mig máli í þessu öllu saman er: „Hvenær fæ ég Halla? og funduð þið giftingarhringinn?“ Núna hefur Drífa fengið svör um að hún sé að fá Halla en hringurinn eyðilagðist í eldsvoðanum. Hún segist hafa beðið lengi eftir því að fá að nálgast hann og að líkið verði brennt í framhaldinu og flutt þannig til Íslands frá Tenerife ásamt því að vera dreift á hans uppáhaldsstaði. View this post on Instagram A post shared by (@drifabk) Vöknuðu við eldinn Drífa lýsti örlagaríka deginum á Instagram miðli sínum í síðustu viku þegar það kviknaði í húsi fjölskyldunnar á Tenerife. Eldri dóttir hennar vaknaði við eldinn, gerði móður sinni viðvart og kallað var eftir aðstoð. Eftir að búið var að slökkva eldinn og koma fjölskyldunni í öruggt skjól fékk hún hræðilegu fréttirnar: „Þegar það er búið koma þeir til mín og segjast hafa fundið manninn minn í einum af tveimur bifreiðum í bílskúrnum og hafi hann strax verið úrskurðaður látinn.“ „Á meðan ég er að reyna að finna hótel, vissu börnin ekkert og spurðu í sífellu hvort ég ætlaði ekki að hringja í pabba þeirra og segja honum að það hafi kviknað í. Eftir að ég er búin að innrita mig á hótelið segi ég börnunum fréttirnar um að pabbi þeirra sé dáinn.“
Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Nafn Íslendingsins sem lést á Tenerife Íslendingurinn sem lést á Tenerife á sunnudag í bílageymslu við heimili sitt hét Haraldur Logi Hrafnkelsson. 8. febrúar 2022 11:48 Fullyrt að Íslendingur hafi látist í eldsvoða á Tenerife Íslenskur ríkisborgari um fimmtugt er sagður hafa látist í eldsvoða í bílskúr í heimahúsi við Costa Adeje á Tenerife á sunnudag. 8. febrúar 2022 10:15 Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Nafn Íslendingsins sem lést á Tenerife Íslendingurinn sem lést á Tenerife á sunnudag í bílageymslu við heimili sitt hét Haraldur Logi Hrafnkelsson. 8. febrúar 2022 11:48
Fullyrt að Íslendingur hafi látist í eldsvoða á Tenerife Íslenskur ríkisborgari um fimmtugt er sagður hafa látist í eldsvoða í bílskúr í heimahúsi við Costa Adeje á Tenerife á sunnudag. 8. febrúar 2022 10:15