Ungi ökumaðurinn hafi fengið gott tiltal Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. ágúst 2022 11:53 Ökumaðurinn var aðeins þrettán ára gamall. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Images Þrettán ára gamall ökumaður var stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði laust eftir klukkan fjögur í nótt. Lögregla segir óalgengt að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir af lögreglu en Barnavernd var gert viðvart um málið og það leyst með aðkomu foreldra. Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við. Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Ökumaðurinn hafði keyrt alla leið úr Reykjanesbæ til Hafnarfjarðar. Þrír farþegar voru í bílnum og voru þeir á aldrinum þrettán til fimmtán ára. Spurðir hvert erindi þeirra væri kváðust þeir vera að sækja vin sinn í Hafnarfjörð. Talskona lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við fréttastofu að lögregla hafi reglulega afskipti af ungum ökumönnum. Hins vegar komi ekki oft fyrir að svo ungir ökumenn séu stöðvaðir. „Kannski ekki þrettán ára, eins og virtist þarna vera. Þrettán ára, þá ertu náttúrulega ekki orðinn sakhæfur en það er tilkynnint til Barnaverndarnefndar. Það kemur fyrir að krakkar eru að keyra áður en þau fá réttindin en þá er það oft kannski sextán að verða sautján,“ segir talskona lögreglunnar. Hún segir að Barnavernd hafi samstundis verið gert viðvart og málið leyst í samráði við foreldra. Eðli málsins samkvæmt verði ekki gripið til viðurlaga, enda ökumaðurinn ekki orðinn sakhæfur. „Þætti okkar er lokið í þessu máli, það er engin refsing gerð til aðila sem er ekki orðinn sakhæfur. En svo þarf bara að taka gott samtal um alvarleika málsins og það allt saman – sem að sjálfsagt hefur verið gert af lögreglumönnunum sem stöðvuðu ökumanninn. Hann hefur fengið gott tiltal vænti ég,“ bætir hún við.
Hafnarfjörður Lögreglumál Tengdar fréttir Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25 Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Innlent „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Erlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Fleiri fréttir Herða reglur til að „kæla aðeins niður hitann“ í Rauða þræðinum Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Sjá meira
Þrettán ára unglingur ætlaði að sækja félaga sinn Laust fyrir klukkan fjögur í nótt var ökumaður stöðvaður af lögreglu í Hafnarfirði. Sá reyndist aldrei hafa öðlast ökuréttindi enda aðeins þrettán ára gamall. 6. ágúst 2022 08:25