Erlent

Ísraelar drápu leið­toga PIJ og fimm al­menna borgara

Árni Sæberg skrifar
Palestínumenn leita í rústum hússins sem Ísraelar sprengdu í nótt.
Palestínumenn leita í rústum hússins sem Ísraelar sprengdu í nótt. Fatima Shbair/AP

Annar leiðtogi íslamistasamtakanna PIJ var drepinn í loftárásum Ísraelsmanna á Gaza í nótt. Liðsmenn PIJ hafa skotið eldflaugum í átt að Jerúsalem í hefndarskyni.

Liðsmenn PIJ hafa tilkynnt að þeir hafi með eldflaugaárásum verið að hefna Khaled Mansour, leiðtoga samtakanna í Suður-Gaza. „Blóð píslarvotta mun ekki fara til spillis,“ segja þeir.

Ísraelar felldu Mansour með eldflaugaárás á fjölbýlishús í flóttamannabúðum í Gaza. Ásamt Mansour drápu Ísraelar fimm almenna borgara og tvo vígamenn PIJ.

Ástandið á Gaza-svæðinu hefur versnað síðustu daga en samtökin Hamas og PIJ, sem eru stærstu herskáu samtökin í Palestínu, hafa kennt Ísraelsmönnum um stöðuna. Ísraelsmenn halda því hins vegar fram að þeir séu einungis að reyna að vernda íbúa sína gegn öfgasamtökum


Tengdar fréttir

Ellefu látnir eftir árás á Gaza-svæðið

Ellefu létu lífið er ísraelski herinn skaut eldflaugum á Gaza-svæðið í gær. Herinn segir að skotmark sitt hafi verið íslamskur öfgahópur en einhverjir þeirra sem létu lífið voru óbreyttir borgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×