„Keppni hefur verið frestað á lokadegi Íslandsmótsins í golfi 2022 í Vestmannaeyjum.
Mótstjórn mun fara yfir stöðuna á næstu klukkustundum Keppni hefst í fyrsta lagi kl. 13.00 að nýju og fá keppendur upplýsingar sendar í SMS um kl. 12:00.
Keppni hófst kl. 6:00 í morgun og eru margir keppendur langt komnir með lokahringinn," segir í tilkynningu frá golfsambandi Íslands.
Hin 15 ára gamla Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur er í forystu fyrir lokahringinn í kvennaflokki en Kristján Þór Einarsson, GM, leiðir í karlaflokki.