Sprengjuárásir á Gazaströnd – áskorun til utanríkisráðherra Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 7. ágúst 2022 17:25 Enn berast fréttir af barnamorðum Ísraelshers á Gazaströnd. Undir yfirskini forvarna hefur eldflaugum og sprengjum verið látið rigna yfir íbúðahverfi á Gaza, bæði norður frá á Jabalia flóttamannabúðirnar og á Rafah, landamærabæinn syðst á Gaza. Gazaborg hefur heldur ekki verið hlíft. Á fyrrnefndu stöðunum áttu tveir helstu leiðtogar Íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar (Islamic Jihad) heima og tókst Ísraelsher að taka þá báða af lífi með svokölluðum nákvæmnis-sprengjuflaugum. Auðvitað er nákvæmnin ekki meiri en svo að bæði börn, konur og gamalmenni auk annars heimilisfólks og nágranna, verða líka fyrir, láta lífið eða eru stórslösuð. Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 32 verið myrtir í þessum árásum á tveimur dögum, um 260 særðir og margir alvarlega. Þess vegna fer tala látinna stöðugt vaxandi, auk þess sem árásirnar halda áfram. Hér kemur einnig til skortur á sjúkragögnum, hreinu vatni og rafmagni. Ekki má gleyma því að íbúunum sem eru yfir tvær milljónir talsins á örlítilli landræmu (um 360 ferkílómetrar) er haldið innilokuðum með umsátri sem stað hefur í 15 ár. Gaza er nefnt stærsta fangelsi heimi heims og þaðan fær enginn flúið árásir Ísraelshers. Ekki er nema rúmt ár eða 15 mánuðir síðan síðasta stórárás Ísraelshers á íbúa Gazastrandar átti sér stað, en það var í maí 2021 sem Ísraelsher myrti í samskonar árásum 261 íbúa á Gaza þar af 67 börn. Þá særðust 2200 manns sem margir hverjir hafa dáið síðan eða eru örkumla. Í Ísrael fórust 13 manns af völdum stríðsins Ísraestjórn hefur stofnað til slíkra árása á Gaza mörgum sinnum frá árinu 2005 undir ýmsu yfirskini. Nú heitir það herferð gegn Íslömsku andspyrnuhreyfingunni, ekki það að vísað sé til neinna árása af hendi hennar, enda ekki um það að ræða, heldur til hótana leiðtoga hennar. Sumir leiðtogar Ísraels hafa lýst þessum árásum þannig, svo óhugnanlegt sem það kann að hljóma, að nauðsynlegt sé „að slá grasið“ af og til.Íbúarnir á Gaza voru engan veginn búnir að ná sér eftir sprengjuárásir síðasta árs. Auk alls þess fjölda íbúa sem myrtur var af hernum, bætist við sorgin og áföllin fyrir fjölskyldur og vini, auk gríðarlegrar eyðileggingar, sem Ísrael bætir að engu. 1770 íbúðir voru gjöreyðilagðar í sprengjuárásunum í fyrra og minna en þriðjungur hefur komið í staðinn. Yfir 100 þúsund manns lentu á vergangi. Það var um þetta leyti fyrir 8 árum, eða í júlí og ágúst árið 2014 sem mesta árásahrinan Ísraelshers gegn íbúum Gaza-strandarinnar stóð yfir. Í 51 dag rigndi sprengjum yfir íbúðahverfin af sjó, landi og úr lofti. Með þeim árásum myrti Ísraelsstjórn 551 barn og alls um 2300 manns, þúsundir slösuðust og hundruðir búa við örkuml og örorku. Meirihluti íbúanna á Gaza er innan við 18 ára aldur og hér hefur lítið verið sagt um þær sálarlegu afleiðingar sem það hefur á hvert einast barn að búa við ógn og stríðshörmungar, það sem öll börn á Gaza hafa mátt búa við um langa hríð. Hernám allrar Palestínu hefur nú varað í 55 ár. Að lokum skal minnt á að Gaza er hluti Palestínu, ríkis sem Ísland hefur viðurkennt, sjálfstæði og fullveldi innan landamæranna frá 1949 og eins og þau voru 1967 þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig. Utanríkisráðherra okkar og ríkisstjórn hlýtur að fordæma þessar stríðsaðgerðir Ísraels og þrýsta á Ísraelsstjórn með öllum ráðum til að hætta þessum fjöldamorðum. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Palestína Ísrael Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Enn berast fréttir af barnamorðum Ísraelshers á Gazaströnd. Undir yfirskini forvarna hefur eldflaugum og sprengjum verið látið rigna yfir íbúðahverfi á Gaza, bæði norður frá á Jabalia flóttamannabúðirnar og á Rafah, landamærabæinn syðst á Gaza. Gazaborg hefur heldur ekki verið hlíft. Á fyrrnefndu stöðunum áttu tveir helstu leiðtogar Íslömsku andspyrnuhreyfingarinnar (Islamic Jihad) heima og tókst Ísraelsher að taka þá báða af lífi með svokölluðum nákvæmnis-sprengjuflaugum. Auðvitað er nákvæmnin ekki meiri en svo að bæði börn, konur og gamalmenni auk annars heimilisfólks og nágranna, verða líka fyrir, láta lífið eða eru stórslösuð. Þegar þessar línur eru ritaðar hafa 32 verið myrtir í þessum árásum á tveimur dögum, um 260 særðir og margir alvarlega. Þess vegna fer tala látinna stöðugt vaxandi, auk þess sem árásirnar halda áfram. Hér kemur einnig til skortur á sjúkragögnum, hreinu vatni og rafmagni. Ekki má gleyma því að íbúunum sem eru yfir tvær milljónir talsins á örlítilli landræmu (um 360 ferkílómetrar) er haldið innilokuðum með umsátri sem stað hefur í 15 ár. Gaza er nefnt stærsta fangelsi heimi heims og þaðan fær enginn flúið árásir Ísraelshers. Ekki er nema rúmt ár eða 15 mánuðir síðan síðasta stórárás Ísraelshers á íbúa Gazastrandar átti sér stað, en það var í maí 2021 sem Ísraelsher myrti í samskonar árásum 261 íbúa á Gaza þar af 67 börn. Þá særðust 2200 manns sem margir hverjir hafa dáið síðan eða eru örkumla. Í Ísrael fórust 13 manns af völdum stríðsins Ísraestjórn hefur stofnað til slíkra árása á Gaza mörgum sinnum frá árinu 2005 undir ýmsu yfirskini. Nú heitir það herferð gegn Íslömsku andspyrnuhreyfingunni, ekki það að vísað sé til neinna árása af hendi hennar, enda ekki um það að ræða, heldur til hótana leiðtoga hennar. Sumir leiðtogar Ísraels hafa lýst þessum árásum þannig, svo óhugnanlegt sem það kann að hljóma, að nauðsynlegt sé „að slá grasið“ af og til.Íbúarnir á Gaza voru engan veginn búnir að ná sér eftir sprengjuárásir síðasta árs. Auk alls þess fjölda íbúa sem myrtur var af hernum, bætist við sorgin og áföllin fyrir fjölskyldur og vini, auk gríðarlegrar eyðileggingar, sem Ísrael bætir að engu. 1770 íbúðir voru gjöreyðilagðar í sprengjuárásunum í fyrra og minna en þriðjungur hefur komið í staðinn. Yfir 100 þúsund manns lentu á vergangi. Það var um þetta leyti fyrir 8 árum, eða í júlí og ágúst árið 2014 sem mesta árásahrinan Ísraelshers gegn íbúum Gaza-strandarinnar stóð yfir. Í 51 dag rigndi sprengjum yfir íbúðahverfin af sjó, landi og úr lofti. Með þeim árásum myrti Ísraelsstjórn 551 barn og alls um 2300 manns, þúsundir slösuðust og hundruðir búa við örkuml og örorku. Meirihluti íbúanna á Gaza er innan við 18 ára aldur og hér hefur lítið verið sagt um þær sálarlegu afleiðingar sem það hefur á hvert einast barn að búa við ógn og stríðshörmungar, það sem öll börn á Gaza hafa mátt búa við um langa hríð. Hernám allrar Palestínu hefur nú varað í 55 ár. Að lokum skal minnt á að Gaza er hluti Palestínu, ríkis sem Ísland hefur viðurkennt, sjálfstæði og fullveldi innan landamæranna frá 1949 og eins og þau voru 1967 þegar Ísrael lagði alla Palestínu undir sig. Utanríkisráðherra okkar og ríkisstjórn hlýtur að fordæma þessar stríðsaðgerðir Ísraels og þrýsta á Ísraelsstjórn með öllum ráðum til að hætta þessum fjöldamorðum. Höfundur er heimilislæknir og heiðursborgari í Palestínu.
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun