Fannst Blikar lúnir í Garðabænum: „Þeir geta verið þreyttir í nóvember“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2022 10:00 Breiðablik tapaði með þriggja marka mun fyrir Stjörnunni í gær, 5-2. vísir/Hulda Margrét Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, sá greinileg þreytumerki á leikmönnum Breiðabliks í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira
Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Handbolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll Körfubolti Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Körfubolti Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Fleiri fréttir Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Sjá meira