Fannst Blikar lúnir í Garðabænum: „Þeir geta verið þreyttir í nóvember“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. ágúst 2022 10:00 Breiðablik tapaði með þriggja marka mun fyrir Stjörnunni í gær, 5-2. vísir/Hulda Margrét Lárus Orri Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, sá greinileg þreytumerki á leikmönnum Breiðabliks í leiknum gegn Stjörnunni í Bestu deild karla í gær. Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Stjörnumenn léku á alls oddi í leiknum og unnu 5-2 sigur. Þrátt fyrir tapið eru Blikar enn með átta stiga forskot á toppi Bestu deildarinnar en á sama tíma gerðu Víkingar, þeirra helstu keppinautar um Íslandsmeistaratitilinn, 3-3 jafntefli við Framara. Mikið álag er á Breiðabliki þessar vikurnar en auk Bestu deildarinnar stendur liðið í ströngu í Sambandsdeild Evrópu. Þá eru Blikar enn með í Mjólkurbikarnum. Lárus Orri fannst leikmenn Breiðablik virka lúnir í leiknum í Garðabænum í gær og velti fyrir sér hvernig Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, kemur sínum mönnum aftur á fætur. „Ef við förum aftur í Blikana verður áhugavert að sjá hvernig Óskar tekst á við þetta núna. Ef maður fylgist með honum í viðtölum sveiflujafnar hann þetta allt saman. Þú sérð engan mun á Óskari í viðtölum, hvort sem þeir tapa 5-2 núna eða vinna 3-0 eða 4-0. Hann er alltaf eins í viðtölum eftir leiki. Nú þarf hann að koma í hausinn á þessum drengjum að þetta er bara hugarástand og það er bara áfram gakk,“ sagði Lárus Orri í Stúkunni í gær. Klippa: Stúkan - umræða um þreytta Blika Næsti leikur Breiðabliks er gegn Istanbul Basaksehir ytra á fimmtudaginn. Eftir viku taka Blikar svo á móti Víkingum í uppgjöri tveggja efstu liða Bestu deildarinnar. „Ég ætla rétt að vona að þegar hann fer út til Tyrklands að hann spili á fullu og sínu sterkasta liði. Og komi því inn í hausinn á þessum strákum að það þýðir ekkert að tala um þreytu. Þeir geta verið þreyttir í nóvember.“ Albert Brynjar Ingason segir áhugavert að fylgjast með því hvort önnur lið sæti lagi og þjarmi að Blikunum eins og Stjörnumenn gerðu í gær. „Tapa þessum leik stórt og tapa leiknum úti stórt og mæta þannig í leikinn á móti Víkingum; það er ekki gott. Og nú byrjar ábyggilega umræðan um Blikana; eru þeir að fara að koðna enn eina ferðina,“ sagði Albert. „Eins og þú komst inn á með síðustu leiki hjá þeim; þetta er búið að vera svolítið tæpt og það sáum við ekki í upphafi móts. Núna er að koma að úrslitastundu og við þurfum að sjá þá stíga aftur upp.“ Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Besta deild karla Breiðablik Stúkan Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Enski boltinn Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira