Hætti við útgáfu Batgirl vegna áherslubreytinga og niðurskurðar Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 12:54 David Zaslav tók nýverið við stjórn Warner Bros Discovery. Getty/Kevin Dietsch Ákvörðun forsvarsmanna Warner Bros og HBO um að hætta við útgáfu kvikmyndarinnar um Leðurblökustúlkuna (Batgirl) hefur vakið mikla athygli á undanförnum dögum og jafnvel furðu. Framleiðsluferli myndarinnar var mjög langt komið og er sagt hafa kostað allt að níutíu milljónir dala, sem samsvarar um 12,4 milljörðum króna. Til stóð að birta myndina eingöngu á streymisveitunni HBO Max og var einnig hætt við útgáfu teiknimyndarinnar Scoob, sem einnig stóð til að birta eingöngu á HBO Max. Í stuttu máli sagt er ákvörðunin talin vera til komin vegna áherslubreytinga hjá yfirmönnum Warner Bros Discovery og tengjast niðurskurðar hjá fyrirtækinu sem varð til við sameiningu Warner Bros og Discovery. Eftir sameiningu skuldar fyrirtækið um fimmtíu milljarða dala en er einungis með um níu milljarða í tekjur. David Zaslav tók nýverið við stjórn Warner Bros Discovery af Jason Kilar. Sá síðarnefndi hafði lagt mikla áherslu á HBO Max og framleiðslu kvikmynda og þátta fyrir streymisveituna. Zaslav er sagður vilja breyta til og leggja mun meiri áherslu á framleiðslu kvikmynda fyrir kvikmyndahús. Svokallaðra stórmynda. Fregnir hafa borist af því að Batgirl hafi ekki fallið í kramið hjá áhorfendum sem fengu að sjá hana. Í frétt Deadline segir þó að hún hafi einungis einu sinni verið sýnd prufuhóp og þá hafi fólk tekið henni ágætlega. Þá segir miðillinn að fyrirtækið eigi þegar í viðræðum við báða leikstjóra Batgirl og Leslie Grace, sem lék aðalhlutverk myndarinnar, um önnur og ný verkefni. Ákvörðunin um að hætta við útgáfu Batgirl tengist þeim og hæfileikum þeirra ekki. Ekki er búist við því að hætt verði við útgáfu annarra kvikmynda. Warner Bros Discovery á HBO MAXGetty Hefur heitið því að draga úr kostnaði Bloomberg sagði frá því um helgina að hlutabréf í fyrirtækinu hefðu tekið dýfu eftir að Zaslav tilkynnti að vöxtur og hagnaður yrði ekki jafn mikill og búið væri að gera ráð fyrir. Kenndi hann Kilar um en það gera nýir forstjórar iðulega til að fá meiri tíma til að koma breytingum í gegn. Virði hlutabréfa fyrirtækisins hafði í gær lækkað um 43 prósent á fjórum mánuðum. Zaslav hefur heitið því að draga úr kostnaði fyrirtækisins um það sem nemur þremur milljörðum dala og er búist við umfangsmiklum uppsögnum og niðurskurði á komandi vikum. Zaslav hefur þegar hætt framleiðslu margra þátta og stendur til að loka raunveruleikasjónvarpsdeild HBO, þar sem Discovery er þegar með stóra slíka deild. Tilkynnt var fyrr á árinu að til stæði að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery + í nýja streymisveitu með umfangsmikið efnissafn. Ekki liggur fyrir hvað hún á að heita en HBO stendur þegar í því að opna HBO Max víða um heim á árinu. Þar á meðal stendur til að opna streymisveituna hér á landi. Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. 3. ágúst 2022 09:16 Mest lesið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Til stóð að birta myndina eingöngu á streymisveitunni HBO Max og var einnig hætt við útgáfu teiknimyndarinnar Scoob, sem einnig stóð til að birta eingöngu á HBO Max. Í stuttu máli sagt er ákvörðunin talin vera til komin vegna áherslubreytinga hjá yfirmönnum Warner Bros Discovery og tengjast niðurskurðar hjá fyrirtækinu sem varð til við sameiningu Warner Bros og Discovery. Eftir sameiningu skuldar fyrirtækið um fimmtíu milljarða dala en er einungis með um níu milljarða í tekjur. David Zaslav tók nýverið við stjórn Warner Bros Discovery af Jason Kilar. Sá síðarnefndi hafði lagt mikla áherslu á HBO Max og framleiðslu kvikmynda og þátta fyrir streymisveituna. Zaslav er sagður vilja breyta til og leggja mun meiri áherslu á framleiðslu kvikmynda fyrir kvikmyndahús. Svokallaðra stórmynda. Fregnir hafa borist af því að Batgirl hafi ekki fallið í kramið hjá áhorfendum sem fengu að sjá hana. Í frétt Deadline segir þó að hún hafi einungis einu sinni verið sýnd prufuhóp og þá hafi fólk tekið henni ágætlega. Þá segir miðillinn að fyrirtækið eigi þegar í viðræðum við báða leikstjóra Batgirl og Leslie Grace, sem lék aðalhlutverk myndarinnar, um önnur og ný verkefni. Ákvörðunin um að hætta við útgáfu Batgirl tengist þeim og hæfileikum þeirra ekki. Ekki er búist við því að hætt verði við útgáfu annarra kvikmynda. Warner Bros Discovery á HBO MAXGetty Hefur heitið því að draga úr kostnaði Bloomberg sagði frá því um helgina að hlutabréf í fyrirtækinu hefðu tekið dýfu eftir að Zaslav tilkynnti að vöxtur og hagnaður yrði ekki jafn mikill og búið væri að gera ráð fyrir. Kenndi hann Kilar um en það gera nýir forstjórar iðulega til að fá meiri tíma til að koma breytingum í gegn. Virði hlutabréfa fyrirtækisins hafði í gær lækkað um 43 prósent á fjórum mánuðum. Zaslav hefur heitið því að draga úr kostnaði fyrirtækisins um það sem nemur þremur milljörðum dala og er búist við umfangsmiklum uppsögnum og niðurskurði á komandi vikum. Zaslav hefur þegar hætt framleiðslu margra þátta og stendur til að loka raunveruleikasjónvarpsdeild HBO, þar sem Discovery er þegar með stóra slíka deild. Tilkynnt var fyrr á árinu að til stæði að sameina streymisveiturnar HBO Max og Discovery + í nýja streymisveitu með umfangsmikið efnissafn. Ekki liggur fyrir hvað hún á að heita en HBO stendur þegar í því að opna HBO Max víða um heim á árinu. Þar á meðal stendur til að opna streymisveituna hér á landi.
Bíó og sjónvarp Hollywood Tengdar fréttir Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. 3. ágúst 2022 09:16 Mest lesið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Stærsta þorrablót landsins Lífið Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Sjá meira
Stórmynd um Leðurblökustúlkuna nánast tilbúin en kemur aldrei út Yfirmenn hjá kvikmyndaframleiðslufyrirtækinu Warner Bros. hafa ákveðið að kvikmyndin um Leðurblökustúlkuna (e. Batgirl) verði aldrei gefin út. Stjörnum prýtt lið leikara hefur þegar lokið tökum á myndinni. 3. ágúst 2022 09:16