Vildi herforingja eins og Hitler Samúel Karl Ólason skrifar 8. ágúst 2022 15:03 Donald Trump fyrrverandi forseti Bandaríkjanna árið 2018. Vinstra megin við hann er John Kelly, þáverandi starfsmannastjóri hans og fyrrverandi herforingi. Getty/Leon Neal Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, er sagður hafa spurt aðstoðarmann sinn af hverju herforingjar hans gætu ekki verið eins og herforingjar Adolfs Hitler. Þeir hefðu verið algjörlega hliðhollir Hitler og gert það sem hann sagði þeim að gera. Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Þetta mun Trump hafa sagt við John Kelly, starfsmannastjóra sinn og fyrrverandi herforingja, samkvæmt nýrri bók sem verið er að gefa út um forsetatíð Trumps, samkvæmt umfjöllun New Yorker þar sem hluti bókarinnar er birtur. Trump deildi iðulega við herforingja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að vera með slíka í ríkisstjórn sinni og í Hvíta húsinu og þá helst Kelly og John Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra hans. Þá virðist forsetinn fyrrverandi enn bera kala til þeirra en í svari við fyrirspurn New Yorker sagði Trump að hann hefði fljótt áttað sig á því að þeir væru hæfileikalitlir og að hann hefði fljótt hætt að reiða sig á þá. Samkvæmt bókinni og umfjöllun New Yorker varð Trump einu sinni mjög reiður út í herforingjana og gargaði á Kelly: „Þið helvítis herforingjar, af hverju getið þið ekki verið eins og þýskir herforingjar?“ „Hvaða herforingjar?“ mun Kelly hafa spurt og svaraði Trump því að hann væri að tala um þýska herforingja í seinni heimsstyrjöldinni. „Þú veist að þeir reyndu að drepa Hitler þrisvar sinnum og tókst það næstum því,“ sagði Kelly þá. Það sagði Trump að væri ekki rétt. Herforingjar Hitlers hefðu fylgt öllum hans skipunum. Sumarið 2017, skömmu eftir að hann hafði sótt Emmanuel Macron, forseta Frakklands, heim og horft þar á umfangsmikla skrúðgöngu franska hersins, lýsti Trump því yfir að hann vildi halda eigin skrúðgöngu. Það voru herforingjar hans og varnarmálaráðherra þó ekki til í. „Ég myndi frekar kyngja sýru,“ sagði James Mattis, þáverandi varnarmálaráðherra Trumps. Forsvarsmenn hersins sögðu meðal annars að það myndi kosta fúlgur fjár og stórskemma götur Washington DC. Auk þess væri engin hefði fyrir skrúðgöngum í Bandaríska hernum. Trump stóð þó á sínu og krafðist skrúðgöngu. Hann tók þó fram við Kelly að hann vildi ekki sjá særða hermenn í göngunni. Í frönsku skrúðgöngunni hefðu verið særðir uppgjafarhermenn í hjólastólum og það vildi Trump ekki sjá, því það myndi líta illa út fyrir hann. Á einum tímapunkti ræddi Trump mögulega skrúðgöngu við Paul Selva, herforingja í flugher Bandaríkjanna og varaformann herforingjaráðsins. Selva sagði Trump frá því að hann hefði alist upp í Portúgal og þar hefðu einræðisherrar farið með völd. Skrúðgöngur hafi snúist um það að sýna fólki hverjir væru með vopnin og völdin. „Í þessu landi, gerum við það ekki,“ sagði Selva og sagði að herskrúðganga færi gegn anda Bandaríkjanna. Trump spurði Selva þá hissa, hvort hann væri mótfallinn skrúðgöngu. Því játaði herforinginn. „Það er eitthvað sem einræðisherrar gera,“ sagði hann.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira