Þriðja liðið sem við smíðum í sumar Ester Ósk Árnadóttir skrifar 9. ágúst 2022 20:19 Mynd: Bára Dröfn „Ég er hrikalega stoltur af liðinu, það er ekki létt að koma til Akureyrar en þetta fór vel í dag,“ sagði Alexander Aron Davorsson þjálfari Aftureldingar eftir gríðarlega mikilvægan sigur, 0-1 á móti Þór/KA. „Fyrir þremur dögum neitaði Þór/KA að færa leikinn fyrr svo að við næðum flugi heim, sem betur fer þá mótiveraði það leikmennina mína klárlega. Þannig það verður skemmtileg rútuferð hjá okkur heim.“ Afturelding hefur gengið í gegnum mikið í sumar og þurft að endurnýja hópin ítrekað. „Þeir sem vita hvað gerðist í sumar þeir vita. Það er í rauninni hægt að gera heila bíómynd um það eða allavega svona víkingsþætti. Þetta er þriðja liðið sem við smíðum í sumar og það er bara órtrúlegur karkter í liðinu. Leikmennirnir sem hafa verið hér síðan í byrjun eru bara að leiðbeina og hjálpa leikmönnunum í kringum sig og alltaf fáum við frammistöðu. Stundum hefur ekkert gengið en í dag að vinna þennan leik er frábært, það er bara þessi karakter og hjarta í liðinu eftir allt mótlætið í sumar. Ég get ekki annað en verið stoltur.“ Þór/KA lá á Aftureldingu í fyrri hálfleik og hreint ótrúlegt að þær hafi ekki skorað. Afturelding hins vegar lokað á nánast allt sem Þór/KA reyndi í síðari hálfleik. „Ég skal bara segja þér nákvæmlega það sem ég sagði við þær í hálfleik. Ég sagði við þær að það skora snemma í leikjum er ótrúlega erfitt því þá er oftast legið á manni, það að ná að halda því út í 45 mínútur er frábært. Þór/KA átti allan fyrri hálfleikinn en það sem er gott við okkur er að við getum varist. Við vörðumst og gerðum vel og svo unnum við okkur inn í þetta í seinni hálfleik.“ Afturelding er áfram í botnsætinu en er komið með níu stig, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. „Við getum byggt ofan á þetta, eins og ég sagði eftir síðasta leik að nýju leikmennirnir okkar voru margar hverjar bara búnar að ná einni til tveimur æfingum en samt er mikil liðsandi. Þetta er þriðji grasleikurinn sem við vinnum í sumar þannig að við erum örugglega eina grasliðið sem er eftir sem vil vera graslið.“ Afturelding á heimaleik gegn Keflavík í næstu umferð. „Ég held það fyllist bara völlurinn núna, við erum mætar á heimavöll og ætlum okkur sigur þar í næstu umferð.“ Fótbolti Besta deild kvenna Afturelding Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira
„Fyrir þremur dögum neitaði Þór/KA að færa leikinn fyrr svo að við næðum flugi heim, sem betur fer þá mótiveraði það leikmennina mína klárlega. Þannig það verður skemmtileg rútuferð hjá okkur heim.“ Afturelding hefur gengið í gegnum mikið í sumar og þurft að endurnýja hópin ítrekað. „Þeir sem vita hvað gerðist í sumar þeir vita. Það er í rauninni hægt að gera heila bíómynd um það eða allavega svona víkingsþætti. Þetta er þriðja liðið sem við smíðum í sumar og það er bara órtrúlegur karkter í liðinu. Leikmennirnir sem hafa verið hér síðan í byrjun eru bara að leiðbeina og hjálpa leikmönnunum í kringum sig og alltaf fáum við frammistöðu. Stundum hefur ekkert gengið en í dag að vinna þennan leik er frábært, það er bara þessi karakter og hjarta í liðinu eftir allt mótlætið í sumar. Ég get ekki annað en verið stoltur.“ Þór/KA lá á Aftureldingu í fyrri hálfleik og hreint ótrúlegt að þær hafi ekki skorað. Afturelding hins vegar lokað á nánast allt sem Þór/KA reyndi í síðari hálfleik. „Ég skal bara segja þér nákvæmlega það sem ég sagði við þær í hálfleik. Ég sagði við þær að það skora snemma í leikjum er ótrúlega erfitt því þá er oftast legið á manni, það að ná að halda því út í 45 mínútur er frábært. Þór/KA átti allan fyrri hálfleikinn en það sem er gott við okkur er að við getum varist. Við vörðumst og gerðum vel og svo unnum við okkur inn í þetta í seinni hálfleik.“ Afturelding er áfram í botnsætinu en er komið með níu stig, aðeins einu stigi frá öruggu sæti. „Við getum byggt ofan á þetta, eins og ég sagði eftir síðasta leik að nýju leikmennirnir okkar voru margar hverjar bara búnar að ná einni til tveimur æfingum en samt er mikil liðsandi. Þetta er þriðji grasleikurinn sem við vinnum í sumar þannig að við erum örugglega eina grasliðið sem er eftir sem vil vera graslið.“ Afturelding á heimaleik gegn Keflavík í næstu umferð. „Ég held það fyllist bara völlurinn núna, við erum mætar á heimavöll og ætlum okkur sigur þar í næstu umferð.“
Fótbolti Besta deild kvenna Afturelding Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Sjá meira