Jólin verða dýrari en í fyrra Björn Berg Gunnarsson skrifar 11. ágúst 2022 08:00 Það er svo lágskýjað að það tekur hreinlega á að vera beinn í baki. En það eru þó góðar 9 gráður úti, rennandi blautt og sumarfríið búið og óþarfi að láta sér leiðast þegar við höfum yfir nógu að kvarta. Ef sumarið ætlar að fjara út með þessum hætti má það eiga sig mín vegna og undirbúningur næsta hápunkts ársins, jólanna, hefjast. „Andlega er ég tilbúinn í jólin, en fjárhagslega er ég ekki tilbúinn í jólin“ sagði einhver við gott tilefni, sennilega þegar þau voru handan við hornið, en vakti í leiðinni athygli á nokkru mikilvægu. Á jólunum eigum við nefnilega að slappa af, lesa og drekka kakó þar til við þurfum að opna glugga. Það er þó erfitt að njóta þeirra almennilega ef peningarnir eru stanslaust potandi í okkur, spyrjandi hvernig og hvenær við ætlum að borga fyrir þetta allt saman. Dýr desember Það ætti ekki að koma á óvart að við Íslendingar verjum að jafnaði talsvert hærri fjárhæðum í mat, drykki og gjafainnkaup í desember en aðra mánuði ársins. Hin hefðbundnu heimilisfjármál, sem hjá mörgum dansa rétt á núllinu við hver mánaðamót, ganga þá oft ekki upp og jólin eru tekin að láni með tilheyrandi óþægindum og áhættu næstu mánuðina. Þetta er ekkert nýtt. Þó svo jólunum hafi verið fagnað hér á landi í ríflega þúsund ár og líklega enn lengur að heiðnum sið koma þau alltaf jafn mikið á óvart. Jólaskraut í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Auðvitað er á mörgum heimilum nægt svigrúm fyrir óvænt útgjöld. En hjá flestum hefur mánuður sem þessi áhrif, jafnvel mikil áhrif, á fjárhaginn. Rétt eins og óvæntur gestur sem býður sjálfum sér í heimsókn yfir jólin. Rétt eins og Eddie frændi í Christmas Vacation. En þessi jólin ætlar Eddie að taka með sér alla fjölskylduna, sem við skulum kalla verðbólgu. Verðhækkanir milli ára Ofan á reikninginn í desember mun bætast verðbólga, sú verðhækkun sem orðið hefur á hinum ýmsu vörum frá síðustu jólum. Ársverðbólga mælist nú rétt undir 10% hér á landi og hún mun án vafa auka kostnaðinn sem fylgja mun óbreyttum jólum. Við því eru bara tvö svör; að reyna að draga úr kostnaði við jólin í ár eða vera duglegri að spara það sem eftir lifir árs. Frá jólunum 2021 hefur svínakjöt hækkað um 10% í verði og brúnaðar kartöflur um tæp 4%. Malt og appelsín er 5% dýrara. Ætlar þú að baka? Hveiti er 12% dýrara en þegar þú hnoðaðir síðast í lagtertu, smjörið 7%, egg 6% og mjólk 5% dýrari. Það sem meira er, það eru enn nokkrir mánuðir í jólin og líkur á enn frekari verðhækkunum, nema kannski á hveitinu sem hefur til allrar hamingju lækkað talsvert í verði erlendis að undanförnu. Svona er staðan því miður. Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jól Neytendur Verðlag Verslun Björn Berg Gunnarsson Fjármál heimilisins Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það er svo lágskýjað að það tekur hreinlega á að vera beinn í baki. En það eru þó góðar 9 gráður úti, rennandi blautt og sumarfríið búið og óþarfi að láta sér leiðast þegar við höfum yfir nógu að kvarta. Ef sumarið ætlar að fjara út með þessum hætti má það eiga sig mín vegna og undirbúningur næsta hápunkts ársins, jólanna, hefjast. „Andlega er ég tilbúinn í jólin, en fjárhagslega er ég ekki tilbúinn í jólin“ sagði einhver við gott tilefni, sennilega þegar þau voru handan við hornið, en vakti í leiðinni athygli á nokkru mikilvægu. Á jólunum eigum við nefnilega að slappa af, lesa og drekka kakó þar til við þurfum að opna glugga. Það er þó erfitt að njóta þeirra almennilega ef peningarnir eru stanslaust potandi í okkur, spyrjandi hvernig og hvenær við ætlum að borga fyrir þetta allt saman. Dýr desember Það ætti ekki að koma á óvart að við Íslendingar verjum að jafnaði talsvert hærri fjárhæðum í mat, drykki og gjafainnkaup í desember en aðra mánuði ársins. Hin hefðbundnu heimilisfjármál, sem hjá mörgum dansa rétt á núllinu við hver mánaðamót, ganga þá oft ekki upp og jólin eru tekin að láni með tilheyrandi óþægindum og áhættu næstu mánuðina. Þetta er ekkert nýtt. Þó svo jólunum hafi verið fagnað hér á landi í ríflega þúsund ár og líklega enn lengur að heiðnum sið koma þau alltaf jafn mikið á óvart. Jólaskraut í miðborg Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Auðvitað er á mörgum heimilum nægt svigrúm fyrir óvænt útgjöld. En hjá flestum hefur mánuður sem þessi áhrif, jafnvel mikil áhrif, á fjárhaginn. Rétt eins og óvæntur gestur sem býður sjálfum sér í heimsókn yfir jólin. Rétt eins og Eddie frændi í Christmas Vacation. En þessi jólin ætlar Eddie að taka með sér alla fjölskylduna, sem við skulum kalla verðbólgu. Verðhækkanir milli ára Ofan á reikninginn í desember mun bætast verðbólga, sú verðhækkun sem orðið hefur á hinum ýmsu vörum frá síðustu jólum. Ársverðbólga mælist nú rétt undir 10% hér á landi og hún mun án vafa auka kostnaðinn sem fylgja mun óbreyttum jólum. Við því eru bara tvö svör; að reyna að draga úr kostnaði við jólin í ár eða vera duglegri að spara það sem eftir lifir árs. Frá jólunum 2021 hefur svínakjöt hækkað um 10% í verði og brúnaðar kartöflur um tæp 4%. Malt og appelsín er 5% dýrara. Ætlar þú að baka? Hveiti er 12% dýrara en þegar þú hnoðaðir síðast í lagtertu, smjörið 7%, egg 6% og mjólk 5% dýrari. Það sem meira er, það eru enn nokkrir mánuðir í jólin og líkur á enn frekari verðhækkunum, nema kannski á hveitinu sem hefur til allrar hamingju lækkað talsvert í verði erlendis að undanförnu. Svona er staðan því miður. Jólin eru alltaf dýr og verða enn dýrari í ár. Það er skárra að vita af því núna en þegar jólahúllumhæið stendur sem hæst og ekki úr vegi að nota þetta átakanlega niðurdrepandi veður til undirbúnings svo tryggja megi sem notalegust jól. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun