Afsögn Drífu hafi ekki komið á óvart Árni Sæberg skrifar 10. ágúst 2022 17:08 Vilhjálmur Birgisson, til vinstri, og Ragnar Þór Ingólfsson, til hægri, eru sammála um að afsögn Drífu komi sér ekki á óvart. Vísir/Vilhelm Formenn tveggja stórra stéttarfélaga segja afsögn Drífu Snædal úr forsetastóli Alþýðusambands Íslands ekki koma á óvart. „Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þessi ákvörðun forseta að stíga til hliðar. Það jákvæða í þessu er að hún ákveður að gera það strax í stað þess að bíða þingsins,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um afsögn Drífu Snædal í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa stutt Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ á sínum tíma en að afstaða hans hafi breyst með tímanum. „Ég taldi að hún gæti staðið undir því verkefni sem er að sameina hreyfinguna, og vera það sameiningartákn og sameiningarafl sem hreyfingin á að vera út á við í gegnum Alþýðusambandið, eftir þeim stefnum sem aðildarfélögin setja. Það komu fljótlega fram hnökrar á þessu samstarfi,“ segir hann. Þá segir Ragnar Þór sig og sína bandamenn hafa róið að því öllum árum að bæta samstarf milli aðildarfélaganna og Alþýðusambandsins. „Það er samráðsleysi, mikill skortur á upplýsingum og samráði við aðildarfélögin og í sjálfu sér bara erfitt fyrir okkur að fá forsetann til að fylgja eftir þeim stefnumálum sem okkar grasrót og bakland er að setja. Það er í stuttu máli vandamálið,“ segir hann. Dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir sambandinu Ragnar Þór segir dapurlegt að sjá að Alþýðusambandið hafi í mörg ár reynt að vera stefnuráðandi fyrir aðildarfélögin frekar en að fylgja stefnumótun þeirra. „Við í stóru félögunum, og bara aðildarfélögunum, erum að greiða þarna inn fleiri hundruð milljónir á ári og halda þessu apparati gangandi og við hljótum að geta gert þá kröfu að það vinni fyrir okkur en ekki á móti okkur,“ segir hann. Þá segir hann að því hafi verið velt upp að VR gangi hreinlega úr ASÍ. „Við í baklandi og stjórn VR höfum rætt það um árabil, ekki bara í minni formannstíð, hvort okkar hagsmunum sé betur borgið innan Alþýðusambandsins eða ekki,“ segir hann. Ragnar segir þó að í stað þess að fara úr Alþýðusambandinu hafi VR ákveðið að gera sig frekar meira gildandi innan sambandsins. Að lokum segist Ragnar ekkert hafa ákveðið með framhaldið. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun hvort ég bjóði mig fram til forseta eða áframhaldandi setu í VR. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að verkefninu sem er fram undan sem eru kjarasamningar,“ segir hann. Augljóst að formaður þurfi frá þegar traustið er tapað Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, slær á sama streng og Ragnar Þór og kveðst ekki hissa á ákvörðun Drífu. „Það sem kemur mér helst á óvart er að hún skuli víkja strax, ég átti frekar von á því að hún myndi tilkynna að hún myndi ekki bjóða sig fram á komandi þingi,“ segir hann. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að þegar formaður ASÍ nýtur ekki traust formanna margra aðildarfélaga, meðal annars hans sjálfs, þurfi hann að segja af sér. „Ef þú hefur ekki traust og miðlar ekki upplýsingum rétt til þeirra sem forsetinn er að vinna fyrir á hverjum tíma fyrir sig, þá fer illa,“ segir hann. Ekki óeðlilegt að tekist sé á Vilhjálmur segir ekkert óeðlilegt að tekist sé á innan verkalýðshreyfingarinnar enda sé um að ræða 120 þúsund manna félagasamtök sem skipta verkalýðinn miklu máli. Tíminn verði að leiða í ljós hver verði næsti formaður ASÍ. „Ég er formaður Starfsgreinasambands Íslands, sem er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og hef ekki í hyggju að bjóða mig fram sem forseta Alþýðusambands Íslands. Þá segist hann klárlega myndi styðja bæði þau Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, til formennsku í ASÍ. Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
„Þetta kemur í sjálfu sér ekki á óvart, þessi ákvörðun forseta að stíga til hliðar. Það jákvæða í þessu er að hún ákveður að gera það strax í stað þess að bíða þingsins,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um afsögn Drífu Snædal í samtali við fréttastofu. Hann segist hafa stutt Drífu þegar hún bauð sig fram til forseta ASÍ á sínum tíma en að afstaða hans hafi breyst með tímanum. „Ég taldi að hún gæti staðið undir því verkefni sem er að sameina hreyfinguna, og vera það sameiningartákn og sameiningarafl sem hreyfingin á að vera út á við í gegnum Alþýðusambandið, eftir þeim stefnum sem aðildarfélögin setja. Það komu fljótlega fram hnökrar á þessu samstarfi,“ segir hann. Þá segir Ragnar Þór sig og sína bandamenn hafa róið að því öllum árum að bæta samstarf milli aðildarfélaganna og Alþýðusambandsins. „Það er samráðsleysi, mikill skortur á upplýsingum og samráði við aðildarfélögin og í sjálfu sér bara erfitt fyrir okkur að fá forsetann til að fylgja eftir þeim stefnumálum sem okkar grasrót og bakland er að setja. Það er í stuttu máli vandamálið,“ segir hann. Dapurlegt að sjá hvernig komið er fyrir sambandinu Ragnar Þór segir dapurlegt að sjá að Alþýðusambandið hafi í mörg ár reynt að vera stefnuráðandi fyrir aðildarfélögin frekar en að fylgja stefnumótun þeirra. „Við í stóru félögunum, og bara aðildarfélögunum, erum að greiða þarna inn fleiri hundruð milljónir á ári og halda þessu apparati gangandi og við hljótum að geta gert þá kröfu að það vinni fyrir okkur en ekki á móti okkur,“ segir hann. Þá segir hann að því hafi verið velt upp að VR gangi hreinlega úr ASÍ. „Við í baklandi og stjórn VR höfum rætt það um árabil, ekki bara í minni formannstíð, hvort okkar hagsmunum sé betur borgið innan Alþýðusambandsins eða ekki,“ segir hann. Ragnar segir þó að í stað þess að fara úr Alþýðusambandinu hafi VR ákveðið að gera sig frekar meira gildandi innan sambandsins. Að lokum segist Ragnar ekkert hafa ákveðið með framhaldið. „Ég hef ekki tekið neina ákvörðun hvort ég bjóði mig fram til forseta eða áframhaldandi setu í VR. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að verkefninu sem er fram undan sem eru kjarasamningar,“ segir hann. Augljóst að formaður þurfi frá þegar traustið er tapað Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambands Íslands, slær á sama streng og Ragnar Þór og kveðst ekki hissa á ákvörðun Drífu. „Það sem kemur mér helst á óvart er að hún skuli víkja strax, ég átti frekar von á því að hún myndi tilkynna að hún myndi ekki bjóða sig fram á komandi þingi,“ segir hann. Vilhjálmur segir það liggja fyrir að þegar formaður ASÍ nýtur ekki traust formanna margra aðildarfélaga, meðal annars hans sjálfs, þurfi hann að segja af sér. „Ef þú hefur ekki traust og miðlar ekki upplýsingum rétt til þeirra sem forsetinn er að vinna fyrir á hverjum tíma fyrir sig, þá fer illa,“ segir hann. Ekki óeðlilegt að tekist sé á Vilhjálmur segir ekkert óeðlilegt að tekist sé á innan verkalýðshreyfingarinnar enda sé um að ræða 120 þúsund manna félagasamtök sem skipta verkalýðinn miklu máli. Tíminn verði að leiða í ljós hver verði næsti formaður ASÍ. „Ég er formaður Starfsgreinasambands Íslands, sem er stærsta landssambandið innan Alþýðusambands Íslands og hef ekki í hyggju að bjóða mig fram sem forseta Alþýðusambands Íslands. Þá segist hann klárlega myndi styðja bæði þau Ragnar Þór Ingólfsson og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar, til formennsku í ASÍ.
Stéttarfélög ASÍ Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22 Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Segir Drífu hafi lokað sig inni í blokk með efri millistéttarfólki Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir Drífu Snædal, fráfarandi forseta ASÍ, aldrei hafa getað stutt umbreytingarverkefni sem hún og formenn annarra stéttarfélaga hafi leitt. Hún segir Drífu ekki hafa ekki viljað taka slaginn og lokað sig inni í blokk með „stétt sérfræðinga og millistéttarfólks.“ 10. ágúst 2022 12:22
Drífa: Samskiptin við Sólveigu og Ragnar hafa gert störfin óbærileg á köflum Drífa Snædal fráfarandi forseti Alþýðusambands Íslands segir að samskiptin við formenn VR og Eflingar hafi gert störf hennar á köflum óbærileg. Hún hafi ekki getað ímyndað sér að sitja áfram við þessar aðstæður. Á ýmsu hefur gengið innan hreyfingarinnar síðustu misseri. Drífa segir: „Ég hef oft þurft að bíta í tunguna á mér.“ 10. ágúst 2022 11:23