Trúlofuðu sig 2018
Parið trúlofaði sig árið 2018, í brúðkaupi Ragnhildar Steinunnar og Hauks Inga í Verona á Ítalíu, og tóku á móti sínu fyrsta barni saman á síðasta ári.
Glæsilegir gestir
Gestir brúðkaupsins voru ekki af verri endanum en þar mátti finna Birgittu Haukdal, Ragnhildi Steinunni, Gumma Ben og auðvitað systur Eddu: Evu Laufey Kjaran og Sigrúnu Hermannsdóttur.
Birgitta, Andri Guðmundsson og Ragga Gísla voru á meðal þeirra sem skemmtu gestum með ljúfum tónum.
Skoða Ítalíu
Sumir gestanna líkt og fjölskylda Ragnhildar Steinunnar virðast hafa ákveðið að gera almennilega Ítalíu ferð út frá brúðkaupinu og hafa notið þar í nokkurn tíma.
„Ítalíu spammið heldur áfram og ég vona að þið fyrirgefið,“ sagði systir brúðarinnar Eva Laufey meðal annars á samfélagsmiðli sínum og bætti við: „Við erum bara svo spennt að vera hérna í fyrsta sinn og í gær skoðuðum við vínekrur og smökkuðum ljúft vín.“
Hér að neðan má sjá myndir sem vinir brúðhjónanna hafa deilt á samfélagsmiðlum í kringum stóra daginn: