Gefa lítið fyrir vælið í Mosfellingum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 14:00 Sveinn Andri Sveinsson kom lítið við sögu hjá Aftureldingu á þeim tveimur árum sem hann var hjá félaginu. vísir/hulda margrét Þríeykið í Handkastinu gefur lítið fyrir umkvartanir Gunnars Magnússonar, þjálfara Aftureldingar, vegna félagaskipta Sveins Andra Sveinssonar. Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september. Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Sveinn Andri gekk í raðir Aftureldingar frá ÍR fyrir tveimur árum en spilaði lítið sem ekkert með Mosfellingum vegna meiðsla. Hann virðist hafa náð sér af þeim en Afturelding getur ekki nýtt krafta hans því hann hefur samið við Empor Rostock í þýsku B-deildinni. Gunnar fór ekki leynt með svekkelsi sitt í viðtali við handbolta.is og sagði félagaskiptin vera mikil vonbrigði. „Loksins þegar við sáum fram á að geta teflt honum fram í góðu formi þá gerist þetta,“ sagði Gunnar í viðtalinu. Strákarnir í Handkastinu skilja ákvörðun Sveins Andra og segja að hann hafi verið í fullum rétti til að taka hana. „Sveinn Andri hefur nákvæmlega ekkert gert þarna og bara búinn að vera meiddur. Afturelding hefur örugglega staðið við bakið á honum en maðurinn var samningsbundinn og er bara að hugsa um sig og sinn feril,“ sagði Theodór Ingi Pálmason í fyrsta þætti Handkastsins sem kom inn á Vísi í gær. „Afturelding vissi að þeir væru að taka leikmann sem hefur átt í erfiðleikum með meiðsli. En þetta er sérstaklega svekkjandi þar sem þetta var eini miðjumaðurinn þeirra. En Sveinn Andri er bara að hugsa um sinn feril og lítur á þetta sem spennandi tækifæri og hoppar á það. Hann á ekkert að vera að hugsa að hann skuldi Gunna Magg og Aftureldingu því þeir hafi verið svo góðir við mig í minni endurhæfingu. Ég get lofað þér því að ef það hefði hentað Aftureldingu að losa sig við hann hefðu þeir gert það. Þannig virkar þetta í íþróttum og atvinnulífinu. Þetta var bara væll.“ Arnar Daði Arnarsson tók undir með Theodóri og varpaði ábyrgðinni frekar á Aftureldingu. „Ég er eins mikið sammála og hægt er. Ég set miklu frekar spurningarmerki við það að Afturelding sé með klásúlu í samningi hjá lykilleikmanni að hann geti bara farið kortér í mót. Það er klúðrið,“ sagði Arnar Daði. Afturelding tekur á móti Íslands-, bikar- og deildarmeisturum Vals í 1. umferð Olís-deildarinnar 8. september.
Olís-deild karla Afturelding Handkastið Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira