Næsta stopp: Akureyri
Næsta stopp í hringferðinni er Akureyri en prufurnar munu einnig fara á Egilsstöðum, Selfossi og Reykjavík. Það eina sem áhugasamir þurfa að gera er að mæta á svæðið með lag sem þeir vilja syngja og láta ljós sitt skína.
Með í hópnum er samfélagsmiðlastjarnan Lil Curly og mun hann halda uppi stuðinu allan tímann á TikTok og Instagram-reikningum Stöðvar 2 en hér að neðan má sjá hann reyna á heyrn framleiðendanna.
Framleiðendaprufurnar eru meðal annars fyrir þá sem hafa ekki nú þegar sent inn slíka í rafrænu formi. Prufur fyrir framleiðendur ákvarða hvort að viðkomandi komist áfram á næsta stig, í sjálfar dómaraprufurnar.

Staðsetningar og tími:
9. ágúst
- Prufur á Ísafirði
- Hvar: Tónlistarskóli Ísafjarðar
- Klukkan 13:00
11. ágúst
- Prufur á Akureyri
- Hvar: Hof
- Klukkan 13:00
12. ágúst
- Prufur á Egilsstöðum
- Hvar: Sláturhúsið
- Klukkan 13:00
14. ágúst
- Prufur á Selfossi
- Hvar: Bankinn vinnustofur
- Klukkan 13:00
20. ágúst
- Prufur í Reykjavík
- Hvar: Hilton Reykjavík Nordica, gengið að aftan hjá Hilton Spa - fundaraðstaðan
- Klukkan 13:00
