„Vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. ágúst 2022 11:00 Af hliðarlínunni og í myndverið. Arnar Daði Arnarsson er genginn til liðs við Seinni bylgjuna. vísir/hulda margrét Arnar Daði Arnarsson kveðst fullur tilhlökkunar að takast á við nýtt hlutverk, að vera sérfræðingur í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport. Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu. Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira
Arnar Daði hætti sem þjálfari karlaliðs Gróttu í vor eftir þriggja ára starf. Hann hefur þó ekki hætt afskiptum af handbolta því hann er nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar og mun auk þess sjá um Handkastið, hlaðvarp um íslenskan handbolta. Fyrsti þáttur tímabilsins kom inn á Vísi í gær. „Ég er vanur að segja hlutina eins og þeir eru. Ég held ég reyni að vera besta útgáfan af sjálfum mér og sleppa klisjunum þótt þær eigi alltaf vel við á ákveðnum tímapunkti,“ sagði Arnar Daði í samtali við Vísi í dag. Hann er ekki ókunnur fjölmiðlum, hefur lengi skrifað fyrir Fótbolta.net og var með Handkastið áður en það lagðist í tveggja ára hýði. „Ég hef verið í hlaðvarpsheiminum síðustu árin og það hefur verið númer eitt, tvö og þrjú. Það er flott að tvinna þessu saman, fyrst Handkastið og Seinni bylgjan ætla að vera í samstarfi. Ég ætla ekki að segja að mig hafi dreymt um þetta á nóttunni en þú tekur ekkert handboltann úr mér. Ég held þetta komi ekkert öllum á óvart. Ég var í tveimur þáttum í síðustu úrslitakeppni og það var gaman að vinna í kringum það,“ sagði Arnar. Hann er ekki vanur að liggja á skoðunum sínum þegar kemur að handboltanum. Hann vill samt ekki meina að hann sé óvæginn. „Ég vil ekki meina að ég sé grimmur þótt ég sé hreinskilinn. Ég vona að fólk sem þekkir mig ekki kynnist mér betur. Ég hef sterkar skoðanir á ýmsu en það er aldrei gert til að niðurlægja eða tala illa um fólk. Þetta er gert til að vekja áhuga og umtal um hluti sem er erfitt að ræða um og aðrir þora ekki,“ sagði Arnar Daði. Hann viðurkennir að það verði snúið fyrir sig að tjá um lið Gróttu sem hann er nýhættur að þjálfa. „Það gefur auga leið að það verður erfitt að tjá mig um Gróttu og það verður mitt að stærsta verkefni, að segja hlutina eins og þeir eru varðandi liðið. Ég hef alveg ímyndað mér hversu erfitt það verður en ég ætla að vona að þeim gangi sem best svo ég þurfi að gagnrýna þá sem minnst,“ sagði Arnar Daði að endingu.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Handkastið Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Fékk egg í andlitið á blaðamannafundi: „Skítuga eggjakakan þín“ Sport Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Apaummæli Mourinho kostuðu hann mikið Fótbolti Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Körfubolti Fleiri fréttir „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar „Veit ekki hvar on-takkinn er“ „Þetta bara svíngekk“ Sjötta tap Hauks og félaga í röð Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 34-29 | Stjarnan flaug í úrslit Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Ætla ekki að bíða aftur í 24 ár Sveinn spilar í fimmta landinu Róbert hættir með Gróttu eftir tímabilið Dagur skilaði sínu fyrir Montpellier sem er komið áfram Elliði Snær frábær í góðum sigri Karabatic-ballið alveg búið Haukar fara til Bosníu Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Sjá meira