Hefði ekki farið í sumarfrí og látið leikskólavandann liggja Árni Sæberg skrifar 11. ágúst 2022 14:59 Hildur Björnsdóttir hefur látið leikskólamálin sig mikið varða í gegnum tíðina. Vísir/Vilhelm Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins vandar meirihlutanum ekki kveðjurnar þegar kemur að leikskólamálum í Reykjavík. Hann segir fulltrúa meirihlutans hafa farið í sumarfrí þegar ljóst væri að ekki yrði unnt að standa við gefin loforð í málaflokknum án stórtækra aðgerða. „Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
„Staðan er auðvitað ekki nógu góð. Það er bagalegt að meirihlutinn hafi lofað öllum börnum tólf mánaða og eldri plássi strax í haust, þetta loforð var gefið strax síðastliðið vor. Við bentum nú á að þetta myndi aldrei nást, ekki síst ef ekki yrði gripið til einhverra sérstakra aðgerða. Nú er það að raungerast og samkvæmt óformlegum tölum sem mér bárust í morgun eru tæplega átta hundruð börn á biðlista eftir leikskólaplássi,“ segir Hildur Björnsdóttir í samtali við Vísi. Sjálfstæðisflokkurinn lagði fram tillögu um 200 þúsund króna biðlistabætur mánaðarlega fyrir foreldra barna sem ekki fá inni á leikskóla eftir tólf mánaða aldur í Borgarráði í dag. „Það er auðvitað engin langtímalausn og ekki ásættanleg lausn en þetta er í minnsta kosti viðurkenning á því að þetta fólk er ekki að fá þjónustuna sem því var lofað og á rétt á,“ segir Hildur. Tillagan var ekki afgreidd í dag en Hildur vonast til þess að hún verði tekin fyrir á næsta fundi Borgarráðs næsta fimmtug. „Ég veit að það eru skiptar skoðanir um þetta og ekki allir tilbúnir að viðurkenna að það sé vandi til staðar. Það verður fróðlegt að sjá hvernig verður tekið á málinu,“ segir hún. Þá segir hún að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafi verið kallaðir óheiðarlegir á vordögum þegar þeir bentu á að áform meirihlutans myndu ekki ná fram að ganga. Það hafi verið sárt en ekki jafnsárt og að horfa upp á barnafjölskyldur í vanda vegna ástandsins. Hiti í foreldrum í morgun Hildur segir að mikill hiti hafi verið í foreldrum í morgun þegar ástandinu í leikskólamálum var mótmælt í ráðhúsi Reykjavíkur í morgun. Hún segir skiljanlegt að foreldrum hafi verið heitt í hamsi en að þeir hafi þó allir verið til fyrirmyndar. Foreldrar fylktu liði í ráðhúsinu í morgun. Hér sjást nokkrir þeirra taka borgarfulltrúa tali.Stöð 2/Sigurjón „Það er auðvitað gott hjá þeim að mótmæla og fara fram svona sýnilega með sínar kröfur en það er líka sárt að þau þurfi að gera það. Staðan á ekki að vera þessi. Ég held að við sem samfélag séum búin að komast að niðurstöðu um að við viljum brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla. Við sem sveitarfélag höfum sagt að við ætlum að gera það en ég sé ekki það séu neinar aðgerðir í farvatninu sem eru raunhæfar til að leysa vandann,“ segir Hildur. Þurfum að vera reiðubúin að vinna vinnuna Hildur segir að leiksólavandamálið sé risavaxið verkefni en að ráðamenn verði að vera tilbúnir að takast á við það. Hún segir að engin töfralausn sé við vandanum en að hægt sé að fara ýmsar leiðir í því að breyta kerfinu. „Það sem við hefðum fyrst og fremst gert öðruvísi, ef við hefðum komist til áhrifa í Reykjavík eftir kosningar, er að við hefðum ekki farið í sumarfrí og látið vandann liggja þegar það var fyrirséð að hann yrði risavaxinn strax í haust,“ segir Hildur að lokum.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Leikskólar Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira