Man United ekki meðal efstu sex liða Englands þegar kemur að eyðslu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:00 Lisandro Martinez er annar af þeim leikmönnum sem Man United hefur keypt í sumar. EPA-EFE/Peter Powell Manchester United slefaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta á síðustu leiktíð en kemst hins vegar ekki í efstu sex sætin yfir þau félög deildarinnar sem hafa eytt hvað mest í nýja leikmenn í sumar. Chelsea er sem stendur það lið sem hefur eytt mestu. Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira
Vert að taka fram að hér er aðeins átt við þann pening sem lið hafa borgað fyrir leikmenn en ekki nettó eyðslu þeirra í sumar. Man United átti arfaslakt síðasta tímabil og endaði 13 stigum á eftir Tottenham Hotspur sem nældi í fjórða og síðasta Meistaradeildarsætið. Þá endaði Man Utd heilum 35 stigum á eftir nágrönnum sínum og Englandsmeisturum Manchester City. Það hefði því mátt búast við yfirvinnu á faxtækinu á skrifstofu Man Utd en í raun hefur andstæðan átt sér stað. Eftir að missa Paul Pogba, Nemanja Matić, Juan Mata, Jesse Lingard og Edinson Cavani alla á frjálsri sölu þá hefur Erik Ten Hag, nýráðinn þjálfari félagsins, aðeins náð að sannfæra þrjá leikmenn um að ganga í raðir félagsins. Christian Eriksen kom á frjálsri sölu, Tyrell Malacia kom frá Feyenoord á rúmar 13 milljónir punda (2,1 milljarð íslenskra króna) og Lisandro Martinez kom á tæpar 50 milljónir punda frá Ajax (tæplega 8,3 milljarðar íslenskra króna). Á sama tíma eru fimm félög sem hafa eytt 100 milljónum punda (rúmlega 16,6 milljarðar íslenskra króna) eða meira. Þar á eftir kemur Leeds United en félagið hefur eytt rúmlega 95 milljónum punda í sumar. Hér má sjá samantekt Sky Sports á eyðslu félaganna.Sky Sports Chelsea er það lið sem hefur eytt mestu í leikmenn en nágrannaliðin í Lundúnum hafa verið iðnust við kolann í sumar. Ásamt Chelsea eru Arsenal, Tottenham Hotspur og West Ham United í efstu fjórum sætunum. Chelsea hefur eytt 176,5 milljónum punda í þá Marc Cucurella, Raheem Sterling, Kalidou Koulibaly, Carney Chukwuemeka og Gabriel Slonina. Arsneal hefur eytt 121,5 milljónum punda í þá Gabriel Jesus, Fábio Vieira, Oleksandr Zinchenko, Matt Turner og Marquinhos. Tottenham hefur eytt 115 milljónum punda í Richarlison, Yves Bissouma, Djed Spence, Ivan Perisic og Fraser Forster. Þá kom Clément Lenglet á láni frá Barcelona. West Ham hefur eytt 102,75 milljónum punda í Gianluca Scamacca, Nayef Aguerd, Maxwel Cornet, Flynn Downes og Alphonse Areola. Norski framherjinn skoraði tvisvar í fyrsta deildarleik sínum fyrir Manchester City.Mike Hewitt/Getty Images Manchester City er svo í fimmta sæti eftir að hafa eytt 101,1 milljón punda í Erling Braut Håland, Kalvin Phillips og Stefan Ortega. Þar á eftir kemur Leeds en félagið hefur eytt 95,4 milljónum punda í þá Brendan Aaronson, Luis Sinisterra, Tyler Adams, Rasmus Kristensen, Marc Roca, Darko Gyabi og Joel Robles. Athygli vekur að ásamt Man Utd þá er Liverpool hvergi sjáanlegt á þessum lista. Liðið úr Bítlaborginni sótti Luis Díaz í janúar síðastliðnum og í sumar hefur félagið fest kaup á Darwin Núñez, Fábio Carvalho og Calvin Ramsey. Það þarf því ekki að hafa miklar áhyggjur þar þó félagið hafi ekki brotið 100 milljón punda múrinn. Darwin Núñez gekk í raðir Liverpool í sumar.Getty/Boris Streubel Félagaskiptaglugginn fyrir félög í ensku úrvalsdeildinni lokar þann 1. september og því er enn nægur tími fyrir félög til að spreða peningum í nýja leikmenn.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Carlsen selur heimsfrægu gallabuxurnar Sport Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Bein útsending: Dregið í sextán liða úrslitin Fótbolti Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik Fótbolti Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi „Mundum hverjir við erum“ Gott gengi Everton undir stjórn Moyes heldur áfram Sjá meira