Sexan hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Russell | Hvað gerir LeBron James? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. ágúst 2022 07:00 LeBron James og Bill Russell fyrir hartnær áratug er LeBron leiddi Miami Heat til sigurs í NBA deildinni. LeBron lék í treyju númer 6 hjá Miami líkt og hann gerði á síðustu leiktíð hjá Los Angeles Lakers en Russell lék allan sinn feril í treyju númer 6. Kevin C. Cox/Getty Images NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust. Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést þann 31. júlí síðastliðinn. Hann var 88 ára gamall. Hann hafði glímt við veikindi en í tilkynningu frá fjölskyldu Russell segir að hann hafi kvatt þennan heim friðsællega með eiginkonu sína sér við hlið. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Russell er goðsögn í körfuboltaheiminum um allan heim og í miklum metum í íþróttasamfélaginu í Bandaríkjunum en hann og íshokkíleikmaðurinn Henri Richard eru sigursælustu íþróttamennirnir í bandarískum hópíþróttum frá upphafi. The NBA will retire the No. 6 league-wide honoring the late, legendary player and activist Bill Russell.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 11, 2022 Hann lék jafnan í treyju númer 6 hjá Boston Celtics og var það treyjunúmer sett upp í rjáfur TD Garden þegar Russell hætti að spila. Nú hefur NBA deildin ákveðið að gera slíkt hið sama. Aðeins hafði tveimur íþróttamönnum í sögu bandarískra íþrótta hlotnast sá heiður áður. Hafnaboltamaðurinn Jackie Robinson (númer 42) og íshokkíleikmaðurinn Wayne Gretzky (númer 99). Players to have their jersey number retired league-wide:Jackie RobinsonWayne GretzkyBill RussellLegends. pic.twitter.com/DcRlPoDPuA— StatMuse (@statmuse) August 11, 2022 Á síðustu leiktíð voru alls 14 leikmenn númer 6 í NBA deildinni. Stærsta nafnið er án efa LeBron James en reikna má með að hann fari aftur í sitt gamla númer, 23. Hann hefur leikið í treyjum númer 6 og 23 til skiptis á ferli sínum. Önnur stór nöfn sem þurfa að finna sér ný treyjunúmer eru Alex Caruso, Lou Williams, Montrezl Harrell og Kristaps Prozingis. LeBron James fær ekki að leika aftur í treyju númer 6.Robert Gauthier/Getty Images Körfubolti NBA Tímamót Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Bill Russell, sigursælasti leikmaður NBA deildarinnar frá upphafi, lést þann 31. júlí síðastliðinn. Hann var 88 ára gamall. Hann hafði glímt við veikindi en í tilkynningu frá fjölskyldu Russell segir að hann hafi kvatt þennan heim friðsællega með eiginkonu sína sér við hlið. Russell varð ellefu sinnum NBA meistari á ferli sínum með Boston Celtics á árunum 1956-1969 og var fimm sinnum valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar en enginn leikmaður hefur unnið deildina jafn oft. Russell er goðsögn í körfuboltaheiminum um allan heim og í miklum metum í íþróttasamfélaginu í Bandaríkjunum en hann og íshokkíleikmaðurinn Henri Richard eru sigursælustu íþróttamennirnir í bandarískum hópíþróttum frá upphafi. The NBA will retire the No. 6 league-wide honoring the late, legendary player and activist Bill Russell.— Shams Charania (@ShamsCharania) August 11, 2022 Hann lék jafnan í treyju númer 6 hjá Boston Celtics og var það treyjunúmer sett upp í rjáfur TD Garden þegar Russell hætti að spila. Nú hefur NBA deildin ákveðið að gera slíkt hið sama. Aðeins hafði tveimur íþróttamönnum í sögu bandarískra íþrótta hlotnast sá heiður áður. Hafnaboltamaðurinn Jackie Robinson (númer 42) og íshokkíleikmaðurinn Wayne Gretzky (númer 99). Players to have their jersey number retired league-wide:Jackie RobinsonWayne GretzkyBill RussellLegends. pic.twitter.com/DcRlPoDPuA— StatMuse (@statmuse) August 11, 2022 Á síðustu leiktíð voru alls 14 leikmenn númer 6 í NBA deildinni. Stærsta nafnið er án efa LeBron James en reikna má með að hann fari aftur í sitt gamla númer, 23. Hann hefur leikið í treyjum númer 6 og 23 til skiptis á ferli sínum. Önnur stór nöfn sem þurfa að finna sér ný treyjunúmer eru Alex Caruso, Lou Williams, Montrezl Harrell og Kristaps Prozingis. LeBron James fær ekki að leika aftur í treyju númer 6.Robert Gauthier/Getty Images
Körfubolti NBA Tímamót Mest lesið Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ Körfubolti „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Körfubolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Elísabet stýrði Belgíu til sigurs á Englandi Fótbolti Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Enski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti Sjáðu þrennu Karólínu Leu Fótbolti Fleiri fréttir Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ „Erfitt að vinna okkur þegar við spilum svona“ „Erfitt að spila við þessar aðstæður“ „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Hamar/Þór og KR í kjörstöðu Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Sigursælastar í sögu háskólakörfuboltans Lögmál leiksins: Hver verður MVP í NBA? Lakers vann toppliðið í vestrinu „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Martin flottur í stórsigri Skelltu sér í jarðarför Hauka „Hvílíkur léttir að vera loksins komin inn á völlinn aftur“ Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 89-72 | Njarðvík með annan fótinn í undanúrslitum „Ég er mjög mikill fullkomnunarsinni“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 102-75 | Valskonur komnar í draumastöðu Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti
Uppgjörið: Ísland - Sviss 3-3 | Þrenna Karólínu Leu skilaði stigi en sigurmarkið stóð á sér Fótbolti